Lífið

uppskrift

Graflax hentar bæði sem forréttur og sem valkostur á hlaðborði.
Graflax hentar bæði sem forréttur og sem valkostur á hlaðborði. MYND/Vilhelm
Ljúffengur lax á borð Þeir sem vilja geta útbúið graflax á veisluborðið sjálfir. Hér er einföld uppskrift sem einmitt er ættuð frá Veislunni á Seltjarnarnesi.

Grafinn lax

10 hlutar sykur

5 hlutar salt

2 hlutar dillfræ

5 hlutar grænt dill

1 hluti fennel

1 hluti hvítur pipar

Þessu er blandað saman og stráð nokkuð þétt í botninn á bakkanum, laxinn er lagður ofan á og þakinn með blöndunni þannig að hann sé fallega grænn. Gott er að láta hann standa úti yfir nótt og hafa hann svo í kæli í tvo sólarhringa.

Sinnepssósa

1 hluti sætt sinnep

1 hluti tafel sinnep

1 hluti púðursykur

1 hluti grænt dill

1 hluti olía

Þessu er öllu hrært saman. Gott er að láta sósuna standa í kæli yfir nótt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×