Könnun kerfanna 22. mars 2007 08:30 Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar Úr verkinu „Hegel on Schelling’s Absolute: The Fog In Which All Rabbits Are White” sem listamaðurinn setti upp í Nýlistasafninu í tilefni af grasrótarhátíðinni Sequences í fyrra. Sýningarröð Listasafns Reykjavíkur sem kennd er við D-2 hefur vakið verðskuldaða athygli en markmið hennar er að vekja athygli á efnilegum listamönnum sem ekki hafa sýnt í hinum stærri sýningarsölum landsins og vera þeim hvatning. Síðdegis í dag verður opnuð sýning í D-salnum þar sem Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar veltir fyrir sér mannlegri tilvist og þeim kröftum sem knýr manninn áfram. Í verkinu endurspeglast togstreita tilverunnar sem birtist annars vegar í taktföstum og seiðandi hljóðverkum og hins vegar í fremur óviðfelldu skerandi ljósi sem blikkar stöðugt og verður þannig í senn ágengt og fráhrindandi. Geirþrúður segist hafa að mestu einbeitt sér að innsetningum en með verki sínu nú leitist hún við að skoða samskipti stofnana og áhorfenda. „Sýningarandrúmsloftið á Íslandi hefur litast af því að listastofnanir vilja tengjast áhorfendum meira, en fólk ætti ávallt að vera meðvitað um undirliggjandi kerfi, til dæmis þarf myndlistarfólk að huga að því hvaða stofnun það gengur inn í,“ útskýrir Geirþrúður. Verkið vísar til hins óbrúanlega bils sem jafnan er milli framsetningarinnar og upplifunar áhorfandans en það bil segir Geirþrúður tengjast öllum miðlum. „Það er til dæmis ákveðin blekking að lifa sig inn í hluti – til dæmis þegar fólk heldur að persónur úr sjónvarpsþáttum séu vinir þeirra.“ Markmið Geirþrúðar er að vinna markvisst með þessi kerfi og vekja þannig athygli á þeim fremur en að brjóta þau upp. Geirþrúður lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og síðan framhaldsnámi við Listaháskólann í Malmö. Hún tekur um þessar mundir þátt í tveggja ára alþjóðlegu verkefni á vegum Rikjsakademie van Beeldende Kunst í Amsterdam ásamt fleiri ungum og upprennandi listamönnum. Sýningarstjóri nú er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir en þess má geta að nk. sunnudag kl. 15 munu Geirþrúður og Þorbjörg bjóða gestum í listamannsspjall í D-salnum. Opnunin verður í dag kl. 17. Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýningarröð Listasafns Reykjavíkur sem kennd er við D-2 hefur vakið verðskuldaða athygli en markmið hennar er að vekja athygli á efnilegum listamönnum sem ekki hafa sýnt í hinum stærri sýningarsölum landsins og vera þeim hvatning. Síðdegis í dag verður opnuð sýning í D-salnum þar sem Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar veltir fyrir sér mannlegri tilvist og þeim kröftum sem knýr manninn áfram. Í verkinu endurspeglast togstreita tilverunnar sem birtist annars vegar í taktföstum og seiðandi hljóðverkum og hins vegar í fremur óviðfelldu skerandi ljósi sem blikkar stöðugt og verður þannig í senn ágengt og fráhrindandi. Geirþrúður segist hafa að mestu einbeitt sér að innsetningum en með verki sínu nú leitist hún við að skoða samskipti stofnana og áhorfenda. „Sýningarandrúmsloftið á Íslandi hefur litast af því að listastofnanir vilja tengjast áhorfendum meira, en fólk ætti ávallt að vera meðvitað um undirliggjandi kerfi, til dæmis þarf myndlistarfólk að huga að því hvaða stofnun það gengur inn í,“ útskýrir Geirþrúður. Verkið vísar til hins óbrúanlega bils sem jafnan er milli framsetningarinnar og upplifunar áhorfandans en það bil segir Geirþrúður tengjast öllum miðlum. „Það er til dæmis ákveðin blekking að lifa sig inn í hluti – til dæmis þegar fólk heldur að persónur úr sjónvarpsþáttum séu vinir þeirra.“ Markmið Geirþrúðar er að vinna markvisst með þessi kerfi og vekja þannig athygli á þeim fremur en að brjóta þau upp. Geirþrúður lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og síðan framhaldsnámi við Listaháskólann í Malmö. Hún tekur um þessar mundir þátt í tveggja ára alþjóðlegu verkefni á vegum Rikjsakademie van Beeldende Kunst í Amsterdam ásamt fleiri ungum og upprennandi listamönnum. Sýningarstjóri nú er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir en þess má geta að nk. sunnudag kl. 15 munu Geirþrúður og Þorbjörg bjóða gestum í listamannsspjall í D-salnum. Opnunin verður í dag kl. 17.
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira