Athyglin var næstum yfirþyrmandi 22. mars 2007 03:00 "Mamma valdi á mig bláan skósíðan kjól sem ég var aldrei fullkomlega sátt við.“ Jóhönnu Jónas leikkonu fannst allur fermingarundirbúningurinn spennandi. „Mér er minnisstæðust sú athygli sem ég fékk þennan dag," segir Jóhanna Jónas leikkona. „Að fá heila veislu sem snerist bara um mig var bæði gaman en á mörkum þess að vera yfirþyrmandi," segir Jóhanna sem var mjög spennt fyrir ferminguna sína. „Bara það eitt að komast í gegnum athöfnina án þess að detta eða gera eitthvað af sér var mikið mál," segir Jóhanna hlæjandi og minnist þess hve henni fannst fermingarundirbúningurinn skemmtilegur. „Við lærðum heilmikið um trúna, en ég var mjög trúuð sem krakki, og fannst þetta allt ótrúlega spennandi," segir Jóhanna en fermingarbörn þurftu á þessum tíma að koma fram í kirkjunni og lesa upp texta í messu. „Mér fannst það æðislegt og lagði mikinn metnað í að lesa hátt og vel svo það myndi heyrast um alla kirkju. Það hefur greinilega tekist því presturinn hrósaði mér fyrir vasklega framgöngu," segir Jóhanna hlæjandi og útilokar ekki að þetta hafi verið eitt af því sem ýtti undir leiklistarbakteríuna. Jóhanna Jónas.Á fermingardaginn klæddist Jóhanna ljósbláum, skósíðum kjól við háa skó með plastbotni. „Mamma valdi á mig þennan kjól sem ég var nú aldrei sérstaklega ánægð með, en ég vissi nú svo sem ekki heldur hvað ég vildi frekar," segir Jóhanna og vill ekki meina að hún hafi verið sérstaklega í stíl við tísku þessa tímabils. „Nei ég hef líklega verið svolítið út úr og ekki alveg nógu ákveðin hvað ég vildi sjálf. Svo var ég með minnimáttarkennd út af öllu útlitinu eins og kannski sést á myndunum," segir Jóhanna og hlær. Gjafirnar vöktu skiljanlega kátínu Jóhönnu eins og annarra fermingarbarna. „Minnisstæðast þótti mér að fá ensk-íslenska orðabók frá ömmu minni sem mér þótti ofboðslega vænt um en hún hafði skrifað til mín orðsendingu fremst. Á þessum tíma eru orðabækur kannski ekki það mest spennandi en þessi bók hefur nýst mér lang best og lengst af mínum fermingargjöfum og situr best í minningunni." Fermingar Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Jóhönnu Jónas leikkonu fannst allur fermingarundirbúningurinn spennandi. „Mér er minnisstæðust sú athygli sem ég fékk þennan dag," segir Jóhanna Jónas leikkona. „Að fá heila veislu sem snerist bara um mig var bæði gaman en á mörkum þess að vera yfirþyrmandi," segir Jóhanna sem var mjög spennt fyrir ferminguna sína. „Bara það eitt að komast í gegnum athöfnina án þess að detta eða gera eitthvað af sér var mikið mál," segir Jóhanna hlæjandi og minnist þess hve henni fannst fermingarundirbúningurinn skemmtilegur. „Við lærðum heilmikið um trúna, en ég var mjög trúuð sem krakki, og fannst þetta allt ótrúlega spennandi," segir Jóhanna en fermingarbörn þurftu á þessum tíma að koma fram í kirkjunni og lesa upp texta í messu. „Mér fannst það æðislegt og lagði mikinn metnað í að lesa hátt og vel svo það myndi heyrast um alla kirkju. Það hefur greinilega tekist því presturinn hrósaði mér fyrir vasklega framgöngu," segir Jóhanna hlæjandi og útilokar ekki að þetta hafi verið eitt af því sem ýtti undir leiklistarbakteríuna. Jóhanna Jónas.Á fermingardaginn klæddist Jóhanna ljósbláum, skósíðum kjól við háa skó með plastbotni. „Mamma valdi á mig þennan kjól sem ég var nú aldrei sérstaklega ánægð með, en ég vissi nú svo sem ekki heldur hvað ég vildi frekar," segir Jóhanna og vill ekki meina að hún hafi verið sérstaklega í stíl við tísku þessa tímabils. „Nei ég hef líklega verið svolítið út úr og ekki alveg nógu ákveðin hvað ég vildi sjálf. Svo var ég með minnimáttarkennd út af öllu útlitinu eins og kannski sést á myndunum," segir Jóhanna og hlær. Gjafirnar vöktu skiljanlega kátínu Jóhönnu eins og annarra fermingarbarna. „Minnisstæðast þótti mér að fá ensk-íslenska orðabók frá ömmu minni sem mér þótti ofboðslega vænt um en hún hafði skrifað til mín orðsendingu fremst. Á þessum tíma eru orðabækur kannski ekki það mest spennandi en þessi bók hefur nýst mér lang best og lengst af mínum fermingargjöfum og situr best í minningunni."
Fermingar Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“