Innlent

Hellti bensíni yfir unnustu sína og ætlaði að kveikja í

Ketilsbraut 15 var illa farið eftir átök og eld í húsinu að kvöldi sunnudagsins 5. nóvember. Hans Alfreð stakk fyrrverandi unnustu sína í húsinu og kastaði logandi efnum í hana. Auk þess stakk hann karlmann í síðuna sem slasaðist illa.
Ketilsbraut 15 var illa farið eftir átök og eld í húsinu að kvöldi sunnudagsins 5. nóvember. Hans Alfreð stakk fyrrverandi unnustu sína í húsinu og kastaði logandi efnum í hana. Auk þess stakk hann karlmann í síðuna sem slasaðist illa. Örlygur

Hans Alfreð Kristjánsson, 46 ára karlmaður, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot gegn líkama og lífi, fyrir það meðal annars að stinga fyrrverandi unnustu sína og karlmann með hnífi á heimili karlmannsins á Ketilsbraut 15 á Húsavík í nóvember í fyrra.

Einnig er Hans Alfreð ákærður fyrir að hafa reynt að kveikja í þáverandi unnustu sinni á heimili sínu á bænum Sandvík skammt frá Kópaskeri en „horfið frá þeirri ætlan sinni þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri“, eins og orðrétt segir í ákæru.

Hans Alfreð stakk og kveikti í fyrrverandi unnustu sinni, þeirri sömu og hann reyndi að kveikja í í júní, í nóvember sama ár. Hann er meðal annars ákærður fyrir að kasta logandi efni, „púða, handklæði eða dúk“ með þeim afleiðingum að konan hlaut fyrsta til þriðja stigs brunasár á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg.

Hans Alfreð er enn fremur ákærður fyrir að hafa ógnað tveimur lögreglumönnum á Húsavík með hnífi þegar þeir komu á vettvang eftir að hann stakk konuna og karlmann, eiganda hússins. Hann hlaut djúpt stungusár á vinstri síðu.

Seinni hluti aðalmeðferðar málsins vegna ákærunnar á hendur Hans Alfreð fer fram 26. mars en fyrri hlutinn fór fram í byrjun mánaðarins.

Lögreglan á Húsavík fór með rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×