Kanna möguleika miðilsins 13. mars 2007 08:15 Þversagnakenndar sjálfsmyndir Kimiko Yoshida „líkir eftir sjálfri sér“ og ummyndar sjálfa sig með vísan til ólíkra helgisiða. Á sýningunni „Augliti til auglitis“ eru ljósmyndir eftir franska myndlistarmenn en sýningu þeirri er ætlað að varpa ljósi á samtímaljósmyndun og möguleika hennar. Sýningin er liður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? og var opnuð í Listasafni Akureyrar um helgina. Sýningarstjórinn Isabelle de Montfumat hefur unnið náið með listamönnunum sem hún valdi til þátttöku í þessu verkefni. Sýningin hófst í París og ferðast nú um heiminn. „Markmiðið með sýningunni er að sjá hvernig myndlistarmenn geta nýtt sér nýja möguleika í samtímaljósmyndun og hvernig skynjun getur breyst með ólíkum miðlum.“ Hún vísar þar ekki aðeins til framfara í ljósmyndatækni heldur einnig til breyttrar heimsmyndar og þróunar listarinnar. „Mér er ekki svo hugað um „ljósmyndarann“ sjálfan heldur hvað myndlistarfólk getur gert við þennan miðil og hvernig það nýtir sér hann.“ Isabelle útskýrir að nú sé komin fram ný kynslóð af mikilvægum listamönnum í Frakklandi og marga þeirra hafi hún valið til þátttöku á sýninguna. Í hópnum eru auk þess tveir af virtari myndlistarmönnum Frakka; gjörningalistakonan Orlan, sem þekkt er fyrir líkamsgjörninga sína, en hún var til dæmis þátttakandi á sýningunni Flögð og fögur skinn á Listahátíð árið 1998 þar sem listrænar „lýtaaðgerðir“ hennar vöktu mikið umtal, og myndlistarmaðurinn Roman Opalka, sem hefur unnið að sjálfsmyndarverki sínu „Momento Mori“ frá árinu 1965. Isabelle segir að andlitsmyndir og sjálfsmyndir hafi frá upphafi verið lykilþáttur í ljósmyndum en hún lítur á verkin á sýningunni sem „sjálfsmyndir sem teknar eru inn á við“. Myndirnar eru afar fjölbreyttar og listamennirnir nota mjög ólíka tækni og nálganir á miðilinn, ljósmyndin er þannig ekki tæki til skráningar minninga heldur listrænt tæki í heimi sem verður sífellt sjónrænni. Verkin spanna allt frá hreinklassískum verkum til „hreinna myndskratta“ eins og segir í sýningarskrá; „draummyndir, myndir af sjálfsmyndum þjóða, heimspekilegar myndir og félagsfræðilegar, skyndimyndir og uppstilltar. fagurfræði filmubútsins Ljósmyndir Suzanne Lafont véfengja tengslin milli texta og myndar og setja áhorfandann í óvænta stöðu. mynd/Galerie Anne de Villepoix Þar má líka leita nýrra kennda – einkum í því hvernig listamaðurinn fangar lit, fegurð og viðkvæmni andlitsins; birtu, útlínur, hvarfmörk; spennu og tómarúm; það sem er viljandi, það sem er óviðráðanlegt og loks hið alveg uppstillta.“ Samtímaljósmyndun hefur þannig frelsað sig undan forhugmyndum okkar um ljósmyndina, því eins og Isabelle bendir á hafa myndlistarmenn tekið hana í sína þjónustu og gefið henni nýja vídd. Sýningin stendur til 12. maí. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Á sýningunni „Augliti til auglitis“ eru ljósmyndir eftir franska myndlistarmenn en sýningu þeirri er ætlað að varpa ljósi á samtímaljósmyndun og möguleika hennar. Sýningin er liður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? og var opnuð í Listasafni Akureyrar um helgina. Sýningarstjórinn Isabelle de Montfumat hefur unnið náið með listamönnunum sem hún valdi til þátttöku í þessu verkefni. Sýningin hófst í París og ferðast nú um heiminn. „Markmiðið með sýningunni er að sjá hvernig myndlistarmenn geta nýtt sér nýja möguleika í samtímaljósmyndun og hvernig skynjun getur breyst með ólíkum miðlum.“ Hún vísar þar ekki aðeins til framfara í ljósmyndatækni heldur einnig til breyttrar heimsmyndar og þróunar listarinnar. „Mér er ekki svo hugað um „ljósmyndarann“ sjálfan heldur hvað myndlistarfólk getur gert við þennan miðil og hvernig það nýtir sér hann.“ Isabelle útskýrir að nú sé komin fram ný kynslóð af mikilvægum listamönnum í Frakklandi og marga þeirra hafi hún valið til þátttöku á sýninguna. Í hópnum eru auk þess tveir af virtari myndlistarmönnum Frakka; gjörningalistakonan Orlan, sem þekkt er fyrir líkamsgjörninga sína, en hún var til dæmis þátttakandi á sýningunni Flögð og fögur skinn á Listahátíð árið 1998 þar sem listrænar „lýtaaðgerðir“ hennar vöktu mikið umtal, og myndlistarmaðurinn Roman Opalka, sem hefur unnið að sjálfsmyndarverki sínu „Momento Mori“ frá árinu 1965. Isabelle segir að andlitsmyndir og sjálfsmyndir hafi frá upphafi verið lykilþáttur í ljósmyndum en hún lítur á verkin á sýningunni sem „sjálfsmyndir sem teknar eru inn á við“. Myndirnar eru afar fjölbreyttar og listamennirnir nota mjög ólíka tækni og nálganir á miðilinn, ljósmyndin er þannig ekki tæki til skráningar minninga heldur listrænt tæki í heimi sem verður sífellt sjónrænni. Verkin spanna allt frá hreinklassískum verkum til „hreinna myndskratta“ eins og segir í sýningarskrá; „draummyndir, myndir af sjálfsmyndum þjóða, heimspekilegar myndir og félagsfræðilegar, skyndimyndir og uppstilltar. fagurfræði filmubútsins Ljósmyndir Suzanne Lafont véfengja tengslin milli texta og myndar og setja áhorfandann í óvænta stöðu. mynd/Galerie Anne de Villepoix Þar má líka leita nýrra kennda – einkum í því hvernig listamaðurinn fangar lit, fegurð og viðkvæmni andlitsins; birtu, útlínur, hvarfmörk; spennu og tómarúm; það sem er viljandi, það sem er óviðráðanlegt og loks hið alveg uppstillta.“ Samtímaljósmyndun hefur þannig frelsað sig undan forhugmyndum okkar um ljósmyndina, því eins og Isabelle bendir á hafa myndlistarmenn tekið hana í sína þjónustu og gefið henni nýja vídd. Sýningin stendur til 12. maí.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira