Bera saman bækur 3. mars 2007 09:00 Tilkynnt verður um verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs næstkomandi mánudag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir fagurbókmenntir sem skrifaðar eru á einu af norrænu tungumálunum. Til greina koma skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk. Markmið verðlaunaveitingarinnar er að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumáli nágrannalandanna og á sameiginlegri menningararfleifð Norðurlanda en verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsundum danskra króna. Skáldsögurnar Rokland eftir Hallgrím Helgason og Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndar til verðlaunanna fyrir Íslands hönd í ár. Í fyrra hlaut sænski rithöfundurinn Göran Sonnevi verðlaunin en árið á undan hlaut Sjón verðlaunin fyrir bók sína Skugga-Baldur. Aðrir íslenskir höfundar sem hlotið hafa þennan heiður eru Einar Már Guðmundsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Thor Vilhjálmsson, Snorri Hjartarson og Ólafur Jóhann Sigurðsson. Á morgun verður haldið málþing um norrænar samtímabókmenntir í Þjóðarbókhlöðunnni þar sem meðlimir dómnefndar verðlaunanna munu fjalla um helstu strauma í norrænum bókmenntum um þessar mundir. Soffía Auður Birgisdóttir, formaður dómnefndar, setur málþingið en þátttakendur koma víða að frá Norðurlöndunum og hafa sérþekkingu á bókmenntum heimalands síns. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur mun ræða um íslenskar bókmenntir. Að erindunum loknum mun Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fundarstjóri vera með samantekt. Samkomuhaldið er forvitnilegt, ekki síst í ljósi þess að það er samfara dómnefndarstörfum – þessa helgi verða nefndarmenn að komast að niðurstöðu um hver fær verðlaunin. Íslenskir höfundar hafa lýst því að tilnefningin ein og sér í fyrsta skipti sé því líkust að fá högg í magann. Heldur er ólíklegt að þeir Hallgrímur og Jón fái verðlaunin í ár. Hefur reglan virst vera sú að þau gangi milli þjóðanna. En allt er einu sinni fyrst. Dagskráin í Þjóðarbókhlöðunni hefst kl. 14 á morgun. Framsögur eru á norrænum tungumálum, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tilkynnt verður um verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs næstkomandi mánudag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir fagurbókmenntir sem skrifaðar eru á einu af norrænu tungumálunum. Til greina koma skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk. Markmið verðlaunaveitingarinnar er að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumáli nágrannalandanna og á sameiginlegri menningararfleifð Norðurlanda en verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsundum danskra króna. Skáldsögurnar Rokland eftir Hallgrím Helgason og Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndar til verðlaunanna fyrir Íslands hönd í ár. Í fyrra hlaut sænski rithöfundurinn Göran Sonnevi verðlaunin en árið á undan hlaut Sjón verðlaunin fyrir bók sína Skugga-Baldur. Aðrir íslenskir höfundar sem hlotið hafa þennan heiður eru Einar Már Guðmundsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Thor Vilhjálmsson, Snorri Hjartarson og Ólafur Jóhann Sigurðsson. Á morgun verður haldið málþing um norrænar samtímabókmenntir í Þjóðarbókhlöðunnni þar sem meðlimir dómnefndar verðlaunanna munu fjalla um helstu strauma í norrænum bókmenntum um þessar mundir. Soffía Auður Birgisdóttir, formaður dómnefndar, setur málþingið en þátttakendur koma víða að frá Norðurlöndunum og hafa sérþekkingu á bókmenntum heimalands síns. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur mun ræða um íslenskar bókmenntir. Að erindunum loknum mun Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fundarstjóri vera með samantekt. Samkomuhaldið er forvitnilegt, ekki síst í ljósi þess að það er samfara dómnefndarstörfum – þessa helgi verða nefndarmenn að komast að niðurstöðu um hver fær verðlaunin. Íslenskir höfundar hafa lýst því að tilnefningin ein og sér í fyrsta skipti sé því líkust að fá högg í magann. Heldur er ólíklegt að þeir Hallgrímur og Jón fái verðlaunin í ár. Hefur reglan virst vera sú að þau gangi milli þjóðanna. En allt er einu sinni fyrst. Dagskráin í Þjóðarbókhlöðunni hefst kl. 14 á morgun. Framsögur eru á norrænum tungumálum, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira