Listir allra álfa 24. febrúar 2007 08:00 Ungir og áhugasamir listunnendur geta kynnt sér framandi menningu í Breiðholtinu í dag. MYND/Pjetur Heimsdegi barna verður fagnað í þriðja sinn í dag en þá geta börn og unglingar komist í kynni við framandi menningu frá öllum heimsálfum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi. Heimsdagur barna er liður í Vetrarhátíð í Reykjavík sem er samvinnuverkefni Höfuðborgarstofu, Alþjóðahússins, Kramhússins og fyrrgreindra aðila. Þar verða skipulagðar fjölbreyttar og spennandi listasmiðjur sem verða opnar milli 14 og 17 en að þeim loknum verður afraksturinn til sýnis í samkomusal hússins. Á staðnum geta forvitnir ungir gestir til dæmis kynnt sér uppruna hljóðfærisins didgeridoo, lært um rapp og rímur, fræðst um mörgæsir og Bollywood-myndir og arabíska skrift auk þess sem boðið verður upp á kennslu í krumpdansi sem er með afbrigðum forvitnilegur dansstíll. Auk smiðjanna verða ýmsar uppákomur í anddyri Gerðubergs og eitthvað að gerast í hverju einasta skúmaskoti húsanna en nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðunni www.gerduberg.is. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Heimsdegi barna verður fagnað í þriðja sinn í dag en þá geta börn og unglingar komist í kynni við framandi menningu frá öllum heimsálfum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi. Heimsdagur barna er liður í Vetrarhátíð í Reykjavík sem er samvinnuverkefni Höfuðborgarstofu, Alþjóðahússins, Kramhússins og fyrrgreindra aðila. Þar verða skipulagðar fjölbreyttar og spennandi listasmiðjur sem verða opnar milli 14 og 17 en að þeim loknum verður afraksturinn til sýnis í samkomusal hússins. Á staðnum geta forvitnir ungir gestir til dæmis kynnt sér uppruna hljóðfærisins didgeridoo, lært um rapp og rímur, fræðst um mörgæsir og Bollywood-myndir og arabíska skrift auk þess sem boðið verður upp á kennslu í krumpdansi sem er með afbrigðum forvitnilegur dansstíll. Auk smiðjanna verða ýmsar uppákomur í anddyri Gerðubergs og eitthvað að gerast í hverju einasta skúmaskoti húsanna en nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðunni www.gerduberg.is.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira