Franska aldan á leiðinni 16. febrúar 2007 09:15 kynningarfundur franskt vor á Íslandi Efnt var til fundar í Ráðherrabústaðnum í gær þar sem franska menningarveislan Pourquoi pas? var kynnt. Sú þrettán vikna franska veisla hefst í næstu viku og eiga landsmenn á góðu von; hingað munu streyma listamenn, fræðimenn og aðrir andans menn til að gleðja og fræða um flest það sem franskt er, hvort sem það tengist menningu, matargerð, trúisma eða viðskiptum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og franski sendiherrann Nicole Michelangeli kynntu aðdraganda og dagskrá þessa umfangsmikla verkefnis, sem er hið fyrsta af sínu tagi. Menntamálaráðuneytið hefur unnið að undirbúningi hátíðarinnar fyrir hönd Íslands en hún er skipulögð að frumkvæði Frakka. Sendiráð Frakklands og CulturesFrance, stofnun sem rekin er af franska utanríkis- og menningarmálaráðuneytinu, hafa unnið að skipulagningu hátíðarinnar mánuðum saman en hún er einnig skipulögð í kringum fleiri aðra íslenska menningarviðburði og rammar til að mynda inn Vetrarhátíð og Listahátíð í Reykjavík. Menntamálaráðherra lét þess getið að það væri meðal annars hlutverk stjórnvalda að hvetja til samskipta og kynna erlenda menningu en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska ríkið býður annarri þjóð að kynna menningu sína, listir, viðskipti og vísindi með þessum hætti. Nicole Michelangeli rak hugmyndina að baki Pourquoi pas? til íslensku menningarkynningarinnar sem skipulögð var í París fyrir nokkrum árum en hún þótti lukkast með afbrigðum vel. Þegar Nicole tók við embætti sendiherra var hún staðráðin í að skipuleggja sambærilega franska menningarkynningu hér á landi sem nú er að verða að veruleika. Hún viðurkenndi þó að sig hefði ekki órað fyrir því að umsvif þessarar hátíðar ættu eftir að verða sem raun ber vitni enda er verkefnið af einstakri stærðargráðu. Nicole lagði enn fremur áherslu á að mikilvægt væri að rækta vináttusamband þjóðanna tveggja sem ættu margt sameiginlegt - ekki síst stolt sitt af tungumáli sínu, menningu og sögu. Dagskráin er raunar hafin því forskot var tekið á sæluna með opnun sýningarinnar Frelsun litarins í Listasafni Íslands í desember. Þar má nú sjá verk eftir fræga franska meistara expressjónismans, svo sem Renoir og Matisse, en vakin skal athygli á því að sýningunni lýkur annan sunnudag. Annað lítið forskot verður einnig tekið á morgun eins og fréttin hér til hliðar ber með sér. Formleg opnunarhátíð Pourquoi pas? helst í hendur við opnun Vetrarhátíðar í Reykjavík næstkomandi fimmtudag þegar leikið verður á sannkallað eldorgel á Austurvelli en þar verður franski ofurhuginn Michel Moglia á ferð. Síðan verður boðið upp á kynningar, kvikmyndir, leiklist, dans og tónlist fyrir allra hæfi, fjörið verður að finna um allt land og taka flestar menningar- og listastofnarnir höfuðborgarsvæðisins virkan þátt í hátíðarhöldunum. Hver viðburðurinn rekur annan uns Listahátíð í Reykjavík hefst með glæsilegri innkomu franska götuleikhússins Royal de Luxe sem rekur einmitt smiðshöggið á franska vorið hinn 10. maí. En þá verður vonandi komið íslenskt vor líka. Nánari upplýsingar um dagskrá Pourquoi pas? er að finna á síðunni www.fransktvor.is. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Efnt var til fundar í Ráðherrabústaðnum í gær þar sem franska menningarveislan Pourquoi pas? var kynnt. Sú þrettán vikna franska veisla hefst í næstu viku og eiga landsmenn á góðu von; hingað munu streyma listamenn, fræðimenn og aðrir andans menn til að gleðja og fræða um flest það sem franskt er, hvort sem það tengist menningu, matargerð, trúisma eða viðskiptum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og franski sendiherrann Nicole Michelangeli kynntu aðdraganda og dagskrá þessa umfangsmikla verkefnis, sem er hið fyrsta af sínu tagi. Menntamálaráðuneytið hefur unnið að undirbúningi hátíðarinnar fyrir hönd Íslands en hún er skipulögð að frumkvæði Frakka. Sendiráð Frakklands og CulturesFrance, stofnun sem rekin er af franska utanríkis- og menningarmálaráðuneytinu, hafa unnið að skipulagningu hátíðarinnar mánuðum saman en hún er einnig skipulögð í kringum fleiri aðra íslenska menningarviðburði og rammar til að mynda inn Vetrarhátíð og Listahátíð í Reykjavík. Menntamálaráðherra lét þess getið að það væri meðal annars hlutverk stjórnvalda að hvetja til samskipta og kynna erlenda menningu en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska ríkið býður annarri þjóð að kynna menningu sína, listir, viðskipti og vísindi með þessum hætti. Nicole Michelangeli rak hugmyndina að baki Pourquoi pas? til íslensku menningarkynningarinnar sem skipulögð var í París fyrir nokkrum árum en hún þótti lukkast með afbrigðum vel. Þegar Nicole tók við embætti sendiherra var hún staðráðin í að skipuleggja sambærilega franska menningarkynningu hér á landi sem nú er að verða að veruleika. Hún viðurkenndi þó að sig hefði ekki órað fyrir því að umsvif þessarar hátíðar ættu eftir að verða sem raun ber vitni enda er verkefnið af einstakri stærðargráðu. Nicole lagði enn fremur áherslu á að mikilvægt væri að rækta vináttusamband þjóðanna tveggja sem ættu margt sameiginlegt - ekki síst stolt sitt af tungumáli sínu, menningu og sögu. Dagskráin er raunar hafin því forskot var tekið á sæluna með opnun sýningarinnar Frelsun litarins í Listasafni Íslands í desember. Þar má nú sjá verk eftir fræga franska meistara expressjónismans, svo sem Renoir og Matisse, en vakin skal athygli á því að sýningunni lýkur annan sunnudag. Annað lítið forskot verður einnig tekið á morgun eins og fréttin hér til hliðar ber með sér. Formleg opnunarhátíð Pourquoi pas? helst í hendur við opnun Vetrarhátíðar í Reykjavík næstkomandi fimmtudag þegar leikið verður á sannkallað eldorgel á Austurvelli en þar verður franski ofurhuginn Michel Moglia á ferð. Síðan verður boðið upp á kynningar, kvikmyndir, leiklist, dans og tónlist fyrir allra hæfi, fjörið verður að finna um allt land og taka flestar menningar- og listastofnarnir höfuðborgarsvæðisins virkan þátt í hátíðarhöldunum. Hver viðburðurinn rekur annan uns Listahátíð í Reykjavík hefst með glæsilegri innkomu franska götuleikhússins Royal de Luxe sem rekur einmitt smiðshöggið á franska vorið hinn 10. maí. En þá verður vonandi komið íslenskt vor líka. Nánari upplýsingar um dagskrá Pourquoi pas? er að finna á síðunni www.fransktvor.is.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira