Innlent

Þjóðfáninn í fyrsta sinn í þingsal Alþingis

Þjóðfáni Íslendinga var í dag í fyrsta sinn í sögunni settur upp í þingsal Alþingis. Það er í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var fyrr á árinu.

Það er greinilegt að þingmönnum er ætlað að sjá vel út á Austurvöll en gluggahreinsunarmenn voru í óða önn að þrífa rúðurnar í dag. Það var verið að búa Alþingishúsið undir vetrarstarfið en þingsetning verður á mánudag. Þá birtist mönnum ný sýn, nefnilega á íslenska fánann, en í þingsalnum var verið að setja upp þjóðfánann í dag, í fyrsta sinn í sögu Alþingis. Guðmundur Hallvarðsson flutti um þetta tillögu nokkur ár í röð og það var loks í vetur sem hún fékkst samþykkt. 30 þingmenn skrifuðu sig með honum fyrir tillögunni með þeim rökstuðningi að það væri mjög við hæfi að þjóðfáni Íslendinga skipaði veglegan sess í þingsal Alþingis. Það yrði hinu háa Alþingi til sóma, sem og þjóðfána vorum til vegs og virðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×