Fjölbreytt sóknarfæri 25. janúar 2007 09:00 Listasafn Íslands. Nýr safnstjóri sér sóknarfæri í upplýsingamiðlun safnsins. MYND/GVA Dr. Halldór Björn Runólfsson var nýlega skipaður í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Halldór Björn lauk doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París á síðasta ári og starfar sem lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Hann mun taka við starfinu, sem veitt er til fimm ára, þann 1. mars næstkomandi. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi eftir helstu myndlistarmenn þjóðarinnar sem og vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn. Halldór segist meta helstu sóknarfæri Listasafns Íslands í hlutverki þess sem upplýsingaveita um myndlist. „Nú þegar er búið að vinna töluvert í því að gera safnskost safnsins aðgengilegan. Búið er að mynda safnið og koma því á tölvutækt form og það er í farvatninu að gera safnið aðgengilegt á netinu," útskýrir Halldór og vísar til Sýndarsafnsins sem er rafrænn gagnagrunnur um listaverkaeignina sem nú má fá aðgang að í Fræðslumiðstöð safnsins við Fríkirkjuveg en stefnt er að því að koma efni þess á netið. Málverkið eftir 1980 Dr. Halldór Björn Runólfsson var aðstoðarsýningarstjóri á síðustu sýningu Listasafns Íslands. Hér er hann ásamt Laufeyju Helgadóttur listfræðingi og sýningarstjóra. MYND/GVA „Það væri einnig frábært ef að hægt yrði í framtíðinni að miðla sýningum á netinu," bætir hann við. Halldór Björn segir að landsmenn séu ekki nægilega meðvitaðir um þennan fjársjóð sinn. „Ég hugsa að þjóðin viti af safninu en það er ekki nægilega mikið hugað að kynningu þess. Fráfarandi forstöðumaður dr. Ólafur Kvaran hefur gert mikinn skurk í kynningarmálum þess, til dæmis með því að semja um ókeypis aðgang að safninu sem er ein frumforsenda þess að almenningur kynnist því betur. Það má því segja að hann hafi hafið þessa sókn." Nýi forstöðumaðurinn kveðst einnig vilja vinna að því að bæta sýningaraðstöðu safnsins. „Það hefur lengi verið rætt um að stækka sýningarrými þess. Erlendum gestum sem vilja gjarnan kynnast íslenskri list finnst til dæmis bagalegt að hvergi sé hægt að sjá á einu bretti sögulegt yfirlit um íslenska myndlist. Að því hefur ekki verið hugað hjá neinu safnanna enda hefur ekki verið aðstaða til þess. Að þessu verður að vinna og myndi ég gjarnan vilja beita mér fyrir því." Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Dr. Halldór Björn Runólfsson var nýlega skipaður í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Halldór Björn lauk doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París á síðasta ári og starfar sem lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Hann mun taka við starfinu, sem veitt er til fimm ára, þann 1. mars næstkomandi. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi eftir helstu myndlistarmenn þjóðarinnar sem og vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn. Halldór segist meta helstu sóknarfæri Listasafns Íslands í hlutverki þess sem upplýsingaveita um myndlist. „Nú þegar er búið að vinna töluvert í því að gera safnskost safnsins aðgengilegan. Búið er að mynda safnið og koma því á tölvutækt form og það er í farvatninu að gera safnið aðgengilegt á netinu," útskýrir Halldór og vísar til Sýndarsafnsins sem er rafrænn gagnagrunnur um listaverkaeignina sem nú má fá aðgang að í Fræðslumiðstöð safnsins við Fríkirkjuveg en stefnt er að því að koma efni þess á netið. Málverkið eftir 1980 Dr. Halldór Björn Runólfsson var aðstoðarsýningarstjóri á síðustu sýningu Listasafns Íslands. Hér er hann ásamt Laufeyju Helgadóttur listfræðingi og sýningarstjóra. MYND/GVA „Það væri einnig frábært ef að hægt yrði í framtíðinni að miðla sýningum á netinu," bætir hann við. Halldór Björn segir að landsmenn séu ekki nægilega meðvitaðir um þennan fjársjóð sinn. „Ég hugsa að þjóðin viti af safninu en það er ekki nægilega mikið hugað að kynningu þess. Fráfarandi forstöðumaður dr. Ólafur Kvaran hefur gert mikinn skurk í kynningarmálum þess, til dæmis með því að semja um ókeypis aðgang að safninu sem er ein frumforsenda þess að almenningur kynnist því betur. Það má því segja að hann hafi hafið þessa sókn." Nýi forstöðumaðurinn kveðst einnig vilja vinna að því að bæta sýningaraðstöðu safnsins. „Það hefur lengi verið rætt um að stækka sýningarrými þess. Erlendum gestum sem vilja gjarnan kynnast íslenskri list finnst til dæmis bagalegt að hvergi sé hægt að sjá á einu bretti sögulegt yfirlit um íslenska myndlist. Að því hefur ekki verið hugað hjá neinu safnanna enda hefur ekki verið aðstaða til þess. Að þessu verður að vinna og myndi ég gjarnan vilja beita mér fyrir því."
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira