Fjölbreytt sóknarfæri 25. janúar 2007 09:00 Listasafn Íslands. Nýr safnstjóri sér sóknarfæri í upplýsingamiðlun safnsins. MYND/GVA Dr. Halldór Björn Runólfsson var nýlega skipaður í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Halldór Björn lauk doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París á síðasta ári og starfar sem lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Hann mun taka við starfinu, sem veitt er til fimm ára, þann 1. mars næstkomandi. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi eftir helstu myndlistarmenn þjóðarinnar sem og vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn. Halldór segist meta helstu sóknarfæri Listasafns Íslands í hlutverki þess sem upplýsingaveita um myndlist. „Nú þegar er búið að vinna töluvert í því að gera safnskost safnsins aðgengilegan. Búið er að mynda safnið og koma því á tölvutækt form og það er í farvatninu að gera safnið aðgengilegt á netinu," útskýrir Halldór og vísar til Sýndarsafnsins sem er rafrænn gagnagrunnur um listaverkaeignina sem nú má fá aðgang að í Fræðslumiðstöð safnsins við Fríkirkjuveg en stefnt er að því að koma efni þess á netið. Málverkið eftir 1980 Dr. Halldór Björn Runólfsson var aðstoðarsýningarstjóri á síðustu sýningu Listasafns Íslands. Hér er hann ásamt Laufeyju Helgadóttur listfræðingi og sýningarstjóra. MYND/GVA „Það væri einnig frábært ef að hægt yrði í framtíðinni að miðla sýningum á netinu," bætir hann við. Halldór Björn segir að landsmenn séu ekki nægilega meðvitaðir um þennan fjársjóð sinn. „Ég hugsa að þjóðin viti af safninu en það er ekki nægilega mikið hugað að kynningu þess. Fráfarandi forstöðumaður dr. Ólafur Kvaran hefur gert mikinn skurk í kynningarmálum þess, til dæmis með því að semja um ókeypis aðgang að safninu sem er ein frumforsenda þess að almenningur kynnist því betur. Það má því segja að hann hafi hafið þessa sókn." Nýi forstöðumaðurinn kveðst einnig vilja vinna að því að bæta sýningaraðstöðu safnsins. „Það hefur lengi verið rætt um að stækka sýningarrými þess. Erlendum gestum sem vilja gjarnan kynnast íslenskri list finnst til dæmis bagalegt að hvergi sé hægt að sjá á einu bretti sögulegt yfirlit um íslenska myndlist. Að því hefur ekki verið hugað hjá neinu safnanna enda hefur ekki verið aðstaða til þess. Að þessu verður að vinna og myndi ég gjarnan vilja beita mér fyrir því." Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Dr. Halldór Björn Runólfsson var nýlega skipaður í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Halldór Björn lauk doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París á síðasta ári og starfar sem lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Hann mun taka við starfinu, sem veitt er til fimm ára, þann 1. mars næstkomandi. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi eftir helstu myndlistarmenn þjóðarinnar sem og vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn. Halldór segist meta helstu sóknarfæri Listasafns Íslands í hlutverki þess sem upplýsingaveita um myndlist. „Nú þegar er búið að vinna töluvert í því að gera safnskost safnsins aðgengilegan. Búið er að mynda safnið og koma því á tölvutækt form og það er í farvatninu að gera safnið aðgengilegt á netinu," útskýrir Halldór og vísar til Sýndarsafnsins sem er rafrænn gagnagrunnur um listaverkaeignina sem nú má fá aðgang að í Fræðslumiðstöð safnsins við Fríkirkjuveg en stefnt er að því að koma efni þess á netið. Málverkið eftir 1980 Dr. Halldór Björn Runólfsson var aðstoðarsýningarstjóri á síðustu sýningu Listasafns Íslands. Hér er hann ásamt Laufeyju Helgadóttur listfræðingi og sýningarstjóra. MYND/GVA „Það væri einnig frábært ef að hægt yrði í framtíðinni að miðla sýningum á netinu," bætir hann við. Halldór Björn segir að landsmenn séu ekki nægilega meðvitaðir um þennan fjársjóð sinn. „Ég hugsa að þjóðin viti af safninu en það er ekki nægilega mikið hugað að kynningu þess. Fráfarandi forstöðumaður dr. Ólafur Kvaran hefur gert mikinn skurk í kynningarmálum þess, til dæmis með því að semja um ókeypis aðgang að safninu sem er ein frumforsenda þess að almenningur kynnist því betur. Það má því segja að hann hafi hafið þessa sókn." Nýi forstöðumaðurinn kveðst einnig vilja vinna að því að bæta sýningaraðstöðu safnsins. „Það hefur lengi verið rætt um að stækka sýningarrými þess. Erlendum gestum sem vilja gjarnan kynnast íslenskri list finnst til dæmis bagalegt að hvergi sé hægt að sjá á einu bretti sögulegt yfirlit um íslenska myndlist. Að því hefur ekki verið hugað hjá neinu safnanna enda hefur ekki verið aðstaða til þess. Að þessu verður að vinna og myndi ég gjarnan vilja beita mér fyrir því."
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira