Strætóbílstjóri opnar myndlistarsýningu 24. janúar 2007 05:00 Fyrsta málverkasýningin. Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu. Hann segist meðal annars hafa fengið innblástur fyrir verk sín í vinnunni sem vagnstjóri. MYND/Rósa Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár. Hann segir að starfið og myndlistin fari vel saman en þannig hafi það ekki alltaf verið. „Ég er nýbúinn að breyta vöktunum. Þetta var frekar óþægilegt áður fyrr. Ég er kominn í 80% vinnu og þetta er mun betra núna. Ég er greindur með athyglisbrest í allra hæstu hæðum og meðan ég var að vinna 100% vinnu átti ég ekkert eftir þegar ég var búinn í vinnunni því hún reyndi svo mikið á athyglina,“ segir Þórhallur. Hann segist aðallega mála fólk og hafi meðal annars fengið mikinn innblástur úr vinnunni. Einnig hefur hann fengið innblástur frá þriggja mánaða dóttur sinni, Eldeyju Björt, sem hann tileinkar sýninguna. Nefnist sýningin Fæðing upphafs. Alnafni Þórhalls, Laddi, var sextugur á laugardag og segist hann vitaskuld vera mikill aðdáandi skemmtikraftsins. „Ég held að hann sé alveg í sérflokki. Það er líka oft hringt í mig af einhverjum sem er að reyna að hafa uppi á honum. Hæfileiki minn sem málari er kannski einna helst karaktersköpun og það er kannski líka hjá honum því hann hefur komið með svo marga karaktera,“ segir Þórhallur. Málverkasýningin, sem fer fram í Gallerý Úlfi á Baldursgötu, stendur yfir til 20. febrúar. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár. Hann segir að starfið og myndlistin fari vel saman en þannig hafi það ekki alltaf verið. „Ég er nýbúinn að breyta vöktunum. Þetta var frekar óþægilegt áður fyrr. Ég er kominn í 80% vinnu og þetta er mun betra núna. Ég er greindur með athyglisbrest í allra hæstu hæðum og meðan ég var að vinna 100% vinnu átti ég ekkert eftir þegar ég var búinn í vinnunni því hún reyndi svo mikið á athyglina,“ segir Þórhallur. Hann segist aðallega mála fólk og hafi meðal annars fengið mikinn innblástur úr vinnunni. Einnig hefur hann fengið innblástur frá þriggja mánaða dóttur sinni, Eldeyju Björt, sem hann tileinkar sýninguna. Nefnist sýningin Fæðing upphafs. Alnafni Þórhalls, Laddi, var sextugur á laugardag og segist hann vitaskuld vera mikill aðdáandi skemmtikraftsins. „Ég held að hann sé alveg í sérflokki. Það er líka oft hringt í mig af einhverjum sem er að reyna að hafa uppi á honum. Hæfileiki minn sem málari er kannski einna helst karaktersköpun og það er kannski líka hjá honum því hann hefur komið með svo marga karaktera,“ segir Þórhallur. Málverkasýningin, sem fer fram í Gallerý Úlfi á Baldursgötu, stendur yfir til 20. febrúar.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira