Faust í þýðingu Coleridge? 24. janúar 2007 08:30 Skáldið Coleridge hélt þýðingu sinni leyndri af ótta við samningsbrest. Stefnt er að því að þýðing enska skáldsins Samuel Taylor Coleridge á Faust, höfuðverki þýska starfsbróður hans Goethes, komi út hjá Oxford University Press í september. Þýðing þessi ku hafa legið í gleymsku í næstum tvær aldir en rómantíkerinn er talinn hafa tekið að sér að þýða verkið í kringum árið 1814. Vefmiðill breska dagblaðsins Independent greindi frá þessu nýlega. Bandarískur fræðimaður að nafni McKusick segist geta fært fyrir því rök að ónafngreind þýðing, sem bendluð hefur verið við nafn Coleridge áður en aldrei verið eignuð honum, sé eftir höfuðskáld ensku rómantíkurinnar. Hefur McKusick varið rúmum þrjátíu árum ævi sinnar í rannsókn á fyrrgreindu handriti en hann tók það verkefni í arf frá lærimeistara sínum, Paul Zall, sem lengi hafði gruflað í sama máli. Coleridge er talinn hafa haldið þýðingu sinni leyndri vegna þess að hann samdi við tvo útgefendur sem báðir greiddu honum fyrir viðvikið. McKusick beitti nútíma tölvutækni við samanburðarrannsóknir sínar og með hjálp stærðfræðideildar háskólans í Montana þykir hann nú hafa fært sönnur fyrir því að stíll þýðingarinnar sé sá sami og í fyrri verkum Coleridge. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stefnt er að því að þýðing enska skáldsins Samuel Taylor Coleridge á Faust, höfuðverki þýska starfsbróður hans Goethes, komi út hjá Oxford University Press í september. Þýðing þessi ku hafa legið í gleymsku í næstum tvær aldir en rómantíkerinn er talinn hafa tekið að sér að þýða verkið í kringum árið 1814. Vefmiðill breska dagblaðsins Independent greindi frá þessu nýlega. Bandarískur fræðimaður að nafni McKusick segist geta fært fyrir því rök að ónafngreind þýðing, sem bendluð hefur verið við nafn Coleridge áður en aldrei verið eignuð honum, sé eftir höfuðskáld ensku rómantíkurinnar. Hefur McKusick varið rúmum þrjátíu árum ævi sinnar í rannsókn á fyrrgreindu handriti en hann tók það verkefni í arf frá lærimeistara sínum, Paul Zall, sem lengi hafði gruflað í sama máli. Coleridge er talinn hafa haldið þýðingu sinni leyndri vegna þess að hann samdi við tvo útgefendur sem báðir greiddu honum fyrir viðvikið. McKusick beitti nútíma tölvutækni við samanburðarrannsóknir sínar og með hjálp stærðfræðideildar háskólans í Montana þykir hann nú hafa fært sönnur fyrir því að stíll þýðingarinnar sé sá sami og í fyrri verkum Coleridge.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira