„Við munum leita réttar okkar“ 19. nóvember 2007 23:10 Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, ætlar að berjast fyrir því að lögbanninu á síðu hans verði aflétt. Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is segist ekki ætla að una lögbanninu sem sett var á starfssemi skráadeilingarsíðunnar í dag. „Við munum leita réttar okkar," segir Svavar í samtali við Vísi. Það voru SMÁÍS og fleiri höfundarréttarsamtök sem fóru fram á lögbannið og verða þau að höfða staðfestingarmál fyrir dómi innan viku. Rétthafasamtökin þurftu að leggja fram eina milljón króna í tryggingu fyrir lögbannsbeiðninni. „Við munum berjast fyrir því að lögbanninu verði aflétt," segir Svavar. Rétthafasamtökin segjast álíta að Svavar hafi gerst sekur um stórfeld hlutdeildarbrot með dreifingu á efni, sem varið er með höfundarrétti, á síðunni torrent.is. Svavar segist ósammála þessu. „Við erum einfaldlega að veita aðstöðu til skráarskipta og lítum svo á að allir notendur hafi tilskilin leyfi til að deila inn á vefinn þar til annað kemur í ljós." Hann segir að komi í ljós að efni hafi verið sett inn á vefinn í óþökk rétthafa þá hafi efnið verið fjarlægt. Svavar segir rangt að hann hafi verið handtekinn í dag. „Ég var ekki handtekinn, eins og Smáís hélt fram. „Ég hefði átt kost á því að afgreiða málið fyrir framan dyrnar hjá mér en það var kalt í veðri svo við ákváðum að ljúka þessu á skrifstofu sýslumanns. Það var engin húsleit gerð á heimili mínu eða annað slíkt," segir Svavar. Svavar segir að trygging sú sem rétthafasamtökin þurftu að leggja fram hafi verið of lág að sínu mati, en henni er ætlað að standa fyrir því tapi sem Svavar verður fyrir á meðan málið er til rannsakar, verði hann sýknaður að lokum. „Okkur fannst tryggingin heldur lág þannig að við fórum fram á hækkun án þess að ég ætli að tilgreina þá upphæð." Svavar segist hafa fengið tekjur af síðunni meðal annars með því að bjóða notendum að greiða fyrir betri kjör á síðunni. „Svo stóð til að selja auglýsingar á síðunni en af því hefur ekki orðið enn sem komið er." Torrent.is hefur notið mikilla vinsælda síðustu misserin og að sögn Svavars voru rúmlega 26 þúsund notendur með virkan aðgang þegar síðunni var lokað í dag. „Ég er vonvikinn út í þá sýslumann fyrir að taka þessa ákvörðun í dag. Við teljum samtökin ekki vera í rétti í þessu máli og þeir hafa heldur ekki sýnt fram á að neitt tap vegna torrent. Þeir hafa komið með einhverjar tölur máli sínu til staðfestingar en þær eru ekki sannaðar. Ég er því ágætlega bjartsýnn á að við fáum þessu banni hnekkt," segir Svavar sem undanfarið hefur haft fulla atvinnu af því að halda síðunni úti, umfangið og auknar vinsældir vefjarins hafi gert það að verkum. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is segist ekki ætla að una lögbanninu sem sett var á starfssemi skráadeilingarsíðunnar í dag. „Við munum leita réttar okkar," segir Svavar í samtali við Vísi. Það voru SMÁÍS og fleiri höfundarréttarsamtök sem fóru fram á lögbannið og verða þau að höfða staðfestingarmál fyrir dómi innan viku. Rétthafasamtökin þurftu að leggja fram eina milljón króna í tryggingu fyrir lögbannsbeiðninni. „Við munum berjast fyrir því að lögbanninu verði aflétt," segir Svavar. Rétthafasamtökin segjast álíta að Svavar hafi gerst sekur um stórfeld hlutdeildarbrot með dreifingu á efni, sem varið er með höfundarrétti, á síðunni torrent.is. Svavar segist ósammála þessu. „Við erum einfaldlega að veita aðstöðu til skráarskipta og lítum svo á að allir notendur hafi tilskilin leyfi til að deila inn á vefinn þar til annað kemur í ljós." Hann segir að komi í ljós að efni hafi verið sett inn á vefinn í óþökk rétthafa þá hafi efnið verið fjarlægt. Svavar segir rangt að hann hafi verið handtekinn í dag. „Ég var ekki handtekinn, eins og Smáís hélt fram. „Ég hefði átt kost á því að afgreiða málið fyrir framan dyrnar hjá mér en það var kalt í veðri svo við ákváðum að ljúka þessu á skrifstofu sýslumanns. Það var engin húsleit gerð á heimili mínu eða annað slíkt," segir Svavar. Svavar segir að trygging sú sem rétthafasamtökin þurftu að leggja fram hafi verið of lág að sínu mati, en henni er ætlað að standa fyrir því tapi sem Svavar verður fyrir á meðan málið er til rannsakar, verði hann sýknaður að lokum. „Okkur fannst tryggingin heldur lág þannig að við fórum fram á hækkun án þess að ég ætli að tilgreina þá upphæð." Svavar segist hafa fengið tekjur af síðunni meðal annars með því að bjóða notendum að greiða fyrir betri kjör á síðunni. „Svo stóð til að selja auglýsingar á síðunni en af því hefur ekki orðið enn sem komið er." Torrent.is hefur notið mikilla vinsælda síðustu misserin og að sögn Svavars voru rúmlega 26 þúsund notendur með virkan aðgang þegar síðunni var lokað í dag. „Ég er vonvikinn út í þá sýslumann fyrir að taka þessa ákvörðun í dag. Við teljum samtökin ekki vera í rétti í þessu máli og þeir hafa heldur ekki sýnt fram á að neitt tap vegna torrent. Þeir hafa komið með einhverjar tölur máli sínu til staðfestingar en þær eru ekki sannaðar. Ég er því ágætlega bjartsýnn á að við fáum þessu banni hnekkt," segir Svavar sem undanfarið hefur haft fulla atvinnu af því að halda síðunni úti, umfangið og auknar vinsældir vefjarins hafi gert það að verkum.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira