Meinuðu Dorrit að fara úr landi 10. maí 2006 21:28 Forsetafrúin með börnum á Bessastöðum á öskudag. Ísraelskir landamæraverðir ætluðu að neita Dorrit Moussaief forsetafrú að fara úr landi í gær eftir stutta heimsókn. Hún fékk ekki að halda áfram för sinni fyrr en rætt hafði verið við ræðismann Íslands í Ísrael.Dorrit Moussaieff forsetafrú var á heimleið úr nokkurra daga ferðalagi í Ísrael þar sem hún er fædd. Landamæraverðir stöðvuðu hana þegar hún framvísaði bresku vegabréfi og kröfðust þess að hún framvísaði ísraelsku vegabréfi. Forsetafrúin er breskur ríkisborgari en samkvæmt ísraelskum lögum verða allir þeir sem eru fæddir í Ísrael að framvísa ísraelsku vegabréfi. Landamæraverðirnir meinuðu henni því að halda för sinni áfram fyrst um sinn.Samkvæmt upplýsingum NFS leystist málið eftir að haft var samband við ræðismann Íslands í Tel Aviv, sem reyndar er staddur hér á landi á ráðstefnu ræðismanna Íslands erlendis. Jafnframt var haft samband við íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Sendiherrann þar er jafnframt sendiherra Íslands í Ísrael.Dorrit er komin aftur til Íslands. Hún sagði í viðtali við Fréttastofu Sjónvarpsins að henni hefði runnið í skap þegar einn landamæravarðanna spurði hvernig hún gæti verið gift manni sem væri ekki gyðingur. Þá svaraði hún því til að þetta væri ástæðan fyrir því að öllum væri illa við gyðinga.Myndir náðust af atvikinu og voru leiknar í ísraelskum fjölmiðlum í dag. Fréttastjóri ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Stöð 10 sagði í samtali við NFS að málið hefði vakið mikla athygli í Ísrael í dag og myndband af atburðinum farið víða um heim. Forsetafrúin var í símaviðtali á Stöð 10 í dag og gerði þar grein fyrir sinni hlið málsins á hebresku. Fréttastjórinn átti ekki von á að nein eftirmál yrðu vegna uppákomunnar. Fréttir Innlent Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Ísraelskir landamæraverðir ætluðu að neita Dorrit Moussaief forsetafrú að fara úr landi í gær eftir stutta heimsókn. Hún fékk ekki að halda áfram för sinni fyrr en rætt hafði verið við ræðismann Íslands í Ísrael.Dorrit Moussaieff forsetafrú var á heimleið úr nokkurra daga ferðalagi í Ísrael þar sem hún er fædd. Landamæraverðir stöðvuðu hana þegar hún framvísaði bresku vegabréfi og kröfðust þess að hún framvísaði ísraelsku vegabréfi. Forsetafrúin er breskur ríkisborgari en samkvæmt ísraelskum lögum verða allir þeir sem eru fæddir í Ísrael að framvísa ísraelsku vegabréfi. Landamæraverðirnir meinuðu henni því að halda för sinni áfram fyrst um sinn.Samkvæmt upplýsingum NFS leystist málið eftir að haft var samband við ræðismann Íslands í Tel Aviv, sem reyndar er staddur hér á landi á ráðstefnu ræðismanna Íslands erlendis. Jafnframt var haft samband við íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Sendiherrann þar er jafnframt sendiherra Íslands í Ísrael.Dorrit er komin aftur til Íslands. Hún sagði í viðtali við Fréttastofu Sjónvarpsins að henni hefði runnið í skap þegar einn landamæravarðanna spurði hvernig hún gæti verið gift manni sem væri ekki gyðingur. Þá svaraði hún því til að þetta væri ástæðan fyrir því að öllum væri illa við gyðinga.Myndir náðust af atvikinu og voru leiknar í ísraelskum fjölmiðlum í dag. Fréttastjóri ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Stöð 10 sagði í samtali við NFS að málið hefði vakið mikla athygli í Ísrael í dag og myndband af atburðinum farið víða um heim. Forsetafrúin var í símaviðtali á Stöð 10 í dag og gerði þar grein fyrir sinni hlið málsins á hebresku. Fréttastjórinn átti ekki von á að nein eftirmál yrðu vegna uppákomunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira