Síðustu stofutónleikarnir 23. ágúst 2006 17:00 Stofutónleikarnir á Gljúfrasteini hafa gengið mjög vel og verið fjölsóttir. Sunnudaginn 27. ágúst er komið að síðustu tónleikunum í stofunni á Gljúfrasteini í sumar. Það er enginn annar en Jónas Ingimundarson, píanóleikari sem lýkur þessari stofutónleikaröð með því að leika á flygilinn. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart og Schumann. Stofutónleikarnir á Gljúfrasteini hafa gengið mjög vel og verið fjölsóttir. Fólk í öllum skotum, frammi á gangi og í stiganum upp á efri hæðina þegar flest hefur verið. Enginn hefur kvartað yfir vondu sæti hingað til enda hljómburðurinn frábær í húsinu og nánast sama hvar fólk situr því alls staðar hljómar vel. Það er því öruggt að framhald verður á tónleikahaldi á Gljúfrasteini. Tónlistarráðunautur Gljúfrasteins er Anna Guðný Guðmundsdóttir pianóleikari. Jónas Ingimundarson stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Jónas hefur síðan starfað sem píanóleikari, tónlistarkennari og kórstjóri. Hann hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum, ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum. Jónas hefur leikið inn á fjölda hljómplatna og hljómdiska og hefur staðið fyrir öflugu tónlistarkynningarstarfi í tengslum við tónleikahald sitt. Jónas hefur fengið listamannalaun og notið starfslauna listamanna og hlotið margvíslegar viðurkenningar, svo sem heiðursverðlaun VÍS, Íslandsbanka og DV og heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna 2001, þegar þau voru veitt í fyrsta sinn. Jónas Ingimundarson var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1994 og Dannebrog orðunni árið 1996. Árið 2004 var Jónas valinn heiðurslistamaður Kópavogs. Jónas er tónlistarráðunautur Kópavogs. Eins og áður hefjast tónleikarnarir á sunnudaginn kl. 16.00 og er aðgangseyrir 500 kr. Efnisskrá sunnudagsins: Wolfgang Amadeus Mozart: Sónata í A dúr KV 331 (1756 - 1791) Robert Schumann: Papillion op. 2 (1810 - 1856) Lífið Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Sunnudaginn 27. ágúst er komið að síðustu tónleikunum í stofunni á Gljúfrasteini í sumar. Það er enginn annar en Jónas Ingimundarson, píanóleikari sem lýkur þessari stofutónleikaröð með því að leika á flygilinn. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart og Schumann. Stofutónleikarnir á Gljúfrasteini hafa gengið mjög vel og verið fjölsóttir. Fólk í öllum skotum, frammi á gangi og í stiganum upp á efri hæðina þegar flest hefur verið. Enginn hefur kvartað yfir vondu sæti hingað til enda hljómburðurinn frábær í húsinu og nánast sama hvar fólk situr því alls staðar hljómar vel. Það er því öruggt að framhald verður á tónleikahaldi á Gljúfrasteini. Tónlistarráðunautur Gljúfrasteins er Anna Guðný Guðmundsdóttir pianóleikari. Jónas Ingimundarson stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Jónas hefur síðan starfað sem píanóleikari, tónlistarkennari og kórstjóri. Hann hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum, ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum. Jónas hefur leikið inn á fjölda hljómplatna og hljómdiska og hefur staðið fyrir öflugu tónlistarkynningarstarfi í tengslum við tónleikahald sitt. Jónas hefur fengið listamannalaun og notið starfslauna listamanna og hlotið margvíslegar viðurkenningar, svo sem heiðursverðlaun VÍS, Íslandsbanka og DV og heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna 2001, þegar þau voru veitt í fyrsta sinn. Jónas Ingimundarson var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1994 og Dannebrog orðunni árið 1996. Árið 2004 var Jónas valinn heiðurslistamaður Kópavogs. Jónas er tónlistarráðunautur Kópavogs. Eins og áður hefjast tónleikarnarir á sunnudaginn kl. 16.00 og er aðgangseyrir 500 kr. Efnisskrá sunnudagsins: Wolfgang Amadeus Mozart: Sónata í A dúr KV 331 (1756 - 1791) Robert Schumann: Papillion op. 2 (1810 - 1856)
Lífið Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira