Dagur B. Eggertsson segist aldrei hafa haldið því fram að sveitarfélög hafi svikist um að greiða til Strætó í samræmi við samþykkta fárhagsáætlun fyrirtækisins.
Dagur segist hafa með pistli sínum, sem hann sendi frá sér í gær, vilja benda á að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur í stjórn Strætó, að Hafnarfirði undanskildum, hafi komið í veg fyrir að fjárhagsáætlun og framlög sveitarfélagann til Strætó væru leiðrétt og samþykkt í samræmi við kostnaðarauka kjarasamninga sem Strætó gerði í upphafi ársins.
Dagur segir einnig í yfirlýsingu sinni, sem hann sendi frá sér í kvöld, að þetta sé einmitt meginskýring á hallarekstri Strætó, að framlög sveitarfélaganna hafi ekki verið leiðrétt í kjölfar launahækkana í kjarasamningum sem gerðir voru í upphafi ársins, en ekki fækkun farþega.