Hindrar heimabankaþjófnað 21. júlí 2006 07:00 Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Ástæða þessa er þjófnaðir óprúttinna einstaklinga af reikningum fólks, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Hefur 10 til 15 milljónum verið stolið með þeim hætti að þjófarnir hafa farið inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni af reikningum þeirra. Sú aðferð sem þessir óprúttnu aðilar hafa beitt er að safna lykilorðum fólks með aðstoð tölvuvírusa eða annarra njósnaforrita. Nokkur tími hefur því getað liðið frá því að þjófarnir komust yfir lykilorðin og þar til þeir notuðu þau, segir Guðjón. Hann bætir við að hin síbreytilegu lykilorð verði tekin í almenna notkun í byrjun hausts og muni það gjörbreyta öllu varðandi öryggi heimabanka. Eftir sem áður þurfi fólk að huga vel að vörnum, svo sem vegna verslunar á netinu. Þessi síðustu tilvik, sem nefnd eru í samantekt Fréttablaðsins og eru nýlega komin upp, þar sem notuð voru SMS-skilaboð til að nálgast upplýsingar um aðgangsorð að reikningum fólks, sýna enn og aftur hversu mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart öllum gylliboðum. Við vöruðum strax í fyrrahaust sterklega við boðum til fólks um að framkvæma einhverjar ákveðnar aðgerðir í tölvum sínum, segir Guðjón. Spurður hvort tilraunir hefðu verið gerðar til að brjótast inn í tölvukerfi bankanna hér staðfesti hann að það hefði gerst, en aldrei tekist. Það væri alþekkt vandamál erlendis en varnarveggir þessara tölvukerfa væru svo öflugir að ógerlegt ætti að vera að komast inn í þau. Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hafnar eru tilraunir með notkun svokallaðra einskiptis lykilorða til að auka öryggi þeirra viðskiptavina bankanna sem nota heimabanka. Búnaður til þessara nota er kominn til landsins og er nú nokkur fjöldi viðskiptavina bankanna að prufukeyra hann. Þetta segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Ástæða þessa er þjófnaðir óprúttinna einstaklinga af reikningum fólks, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Hefur 10 til 15 milljónum verið stolið með þeim hætti að þjófarnir hafa farið inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni af reikningum þeirra. Sú aðferð sem þessir óprúttnu aðilar hafa beitt er að safna lykilorðum fólks með aðstoð tölvuvírusa eða annarra njósnaforrita. Nokkur tími hefur því getað liðið frá því að þjófarnir komust yfir lykilorðin og þar til þeir notuðu þau, segir Guðjón. Hann bætir við að hin síbreytilegu lykilorð verði tekin í almenna notkun í byrjun hausts og muni það gjörbreyta öllu varðandi öryggi heimabanka. Eftir sem áður þurfi fólk að huga vel að vörnum, svo sem vegna verslunar á netinu. Þessi síðustu tilvik, sem nefnd eru í samantekt Fréttablaðsins og eru nýlega komin upp, þar sem notuð voru SMS-skilaboð til að nálgast upplýsingar um aðgangsorð að reikningum fólks, sýna enn og aftur hversu mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart öllum gylliboðum. Við vöruðum strax í fyrrahaust sterklega við boðum til fólks um að framkvæma einhverjar ákveðnar aðgerðir í tölvum sínum, segir Guðjón. Spurður hvort tilraunir hefðu verið gerðar til að brjótast inn í tölvukerfi bankanna hér staðfesti hann að það hefði gerst, en aldrei tekist. Það væri alþekkt vandamál erlendis en varnarveggir þessara tölvukerfa væru svo öflugir að ógerlegt ætti að vera að komast inn í þau.
Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira