Jóhannes í Bónus yfirheyrður vegna skattamála 13. nóvember 2006 18:25 Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson. Þessi angi Baugsmálsins er þannig vaxinn að þegar rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk árið tvöþúsund og fjögur gerði hann tvennt. Annars vegar kærði hann fjóra einstaklinga til ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota í tengslum við Gaum og Baug. Jóhannes Jónsson var ekki þeirra á meðal en hann var og er stjórnarformaður Gaums. Hins vegar fór málið til ríkisskattstjóra sem ákvað nýja álagningu sem Gaumur greiddi - með fyrirvara um niðurstöðu yfirskattanefndar en þangað skaut Gaumur málinu fyrir einu og hálfu ári. Þar er það enn - óafgreitt. Rannsóknin hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er enn í gangi og yfirheyrslan í dag var sú fyrsta sem Jóhannes hefur verið kallaður í vegna þessa máls. Jóhannes gagnrýnir þá sem bera ábyrgð á rannsókninni harkalega. "Það sem mig svíður mest er að það var búið að sýkna mig af öllum ákærum í þessu máli en síðan kemur þetta skattamál upp núna hjá sama fólki, Haraldi Jóhannessen og undirmönnum hans, Jóni H. B. Snorrasyni, og varð sér til ævarandi skammar í Baugsmálinu þar sem öllu var hent út af borðinu eftir að málið hafði verið rannsakað í þrjú til fjögur ár. Þetta er niðurlæging sem ég þoli ekki." Jóhannes er ósáttur við að efnahagsbrotadeildin bíði ekki úrskurðar yfirskattanefndar. En hverju svarar Jóhannes því að þessir menn séu einfaldlega að vinna sína vinnu í eðlilegum farvegi slíkra mála? "Þeir vinna hana á tánum og rassgatinu eins og maður sagði á prentaramáli hér einhvern tímann." Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson. Þessi angi Baugsmálsins er þannig vaxinn að þegar rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk árið tvöþúsund og fjögur gerði hann tvennt. Annars vegar kærði hann fjóra einstaklinga til ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota í tengslum við Gaum og Baug. Jóhannes Jónsson var ekki þeirra á meðal en hann var og er stjórnarformaður Gaums. Hins vegar fór málið til ríkisskattstjóra sem ákvað nýja álagningu sem Gaumur greiddi - með fyrirvara um niðurstöðu yfirskattanefndar en þangað skaut Gaumur málinu fyrir einu og hálfu ári. Þar er það enn - óafgreitt. Rannsóknin hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er enn í gangi og yfirheyrslan í dag var sú fyrsta sem Jóhannes hefur verið kallaður í vegna þessa máls. Jóhannes gagnrýnir þá sem bera ábyrgð á rannsókninni harkalega. "Það sem mig svíður mest er að það var búið að sýkna mig af öllum ákærum í þessu máli en síðan kemur þetta skattamál upp núna hjá sama fólki, Haraldi Jóhannessen og undirmönnum hans, Jóni H. B. Snorrasyni, og varð sér til ævarandi skammar í Baugsmálinu þar sem öllu var hent út af borðinu eftir að málið hafði verið rannsakað í þrjú til fjögur ár. Þetta er niðurlæging sem ég þoli ekki." Jóhannes er ósáttur við að efnahagsbrotadeildin bíði ekki úrskurðar yfirskattanefndar. En hverju svarar Jóhannes því að þessir menn séu einfaldlega að vinna sína vinnu í eðlilegum farvegi slíkra mála? "Þeir vinna hana á tánum og rassgatinu eins og maður sagði á prentaramáli hér einhvern tímann."
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira