Innlent

Sjö stútar á ferð í nótt

MYND/Guðmundur

Lögreglan í Reykjavík tók sjö ölvaða ökumenn úr umferð frá miðnætti og fram undir morgun, sem er líklega met í miðri viku, að sögn lögreglu. Sumir þeirra voru talsvert drukknir.

Einn þeirra var handtekinn ásamt tveimur farþegum hans, eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Það leiddi til þess að tveir til viðbótar voru handteknir í heimahúsi, þar sem fíkniefni fundust líka og verður hópurinn yfirheyrður í dag. Loks voru tveir teknir úr umferð fyrir að aka réttindalausir, eftir að hafa verið sviftir ökuréttindum vegna ölvunaraksturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×