Leikskólagjöld lækkuðu í haust en hækka um áramót 28. desember 2006 18:30 Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. Ríkið lækkar tekjuskatt um áramótin en á sama tíma hækka fjölmargir liðir í gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Meðal annars hækkar sundferð fullorðinna um 25%. Á móti kemur að sundferð barna lækkar um tæp 17%. Sorphirðugjöld hækka um tæp 23%. Frístundastarf eldri borgara hækkar um tæp tíu prósent. Hádegis- og kvöldmatur eldri borgara hækkar um rösk 9% tveimur mánuðum áður en ríkisstjórnin hyggst lækka matarverð um allt að 16%. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í vor að lækka leikskólagjöld um 25% í haust, sem meirihlutinn og gerði - en nú fjórum mánuðum síðar eru þau hækkuð um tæp 9 prósent. Framsóknarflokkurinn gerði reyndar gott betur og lofaði í kosningastefnuskrá sinni ókeypis leikskóla frá 18 mánaða aldri. Aðspurður hvernig á þessu standi segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, að lækkun leikskólagjalda og sérstakur systkinaafsláttur hafi verið sérstök aðgerð. "Hitt fylgir almennum verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Ég veit ekki annað en að það hafi verið mikill þrýstingur í samfélaginu um að laun starfsfólks á leikskólum hækki svo unnt sé að manna þá."Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, segir hækkanir í samræmi við verðbólguspá séu eðlilegar, allt umfram það sé óeðlilegt. "Þarna er því miður um að ræða grundvallarstefnubreytingu frá þeirri fjölskylduvænu stefnu sem fylgt hefur verið hvað gjaldskrá varðar."Björn Ingi segir hækkunina ekki duga til að brúa launahækkanir hjá starfsfólki leikskóla. Aðspurður hvort þær hækkanir hafi ekki verið fyrirséðar þegar meirihlutinn lækkaði leikskólagjöldin, segir Björn Ingi að þess vegna hefðu þeir einfaldlega getað haft lækkunina minni ef ætlunin hefði verið að halda verðlagsbreytingum þar fyrir utan.Björn Ingi bendir á að verðlagsbreytingarnar gildi á báða vegu, þannig hækki framlög til dagforeldra og sömuleiðis fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar."Líklega eru mjög margir undrandi eftir kosningabaráttu síðasta vors að fyrsta verk nýs meirihluta sé að hækka gjöld á eldri borgara og barnafólk," segir Dagur."Þetta er ótrúlegur útúrsnúningur," segir Björn Ingi. "Nú þegar á fyrstu sex mánuðum nýs kjörtímabils höfum við stórlækkað leikskólagjöld, tekið upp frístundakort sem munu kosta marga milljarða á kjörtímabilinu, við erum að lækka gjöld á öllum sviðum, bæta þjónustuna, en það kostar peninga." Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. Ríkið lækkar tekjuskatt um áramótin en á sama tíma hækka fjölmargir liðir í gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Meðal annars hækkar sundferð fullorðinna um 25%. Á móti kemur að sundferð barna lækkar um tæp 17%. Sorphirðugjöld hækka um tæp 23%. Frístundastarf eldri borgara hækkar um tæp tíu prósent. Hádegis- og kvöldmatur eldri borgara hækkar um rösk 9% tveimur mánuðum áður en ríkisstjórnin hyggst lækka matarverð um allt að 16%. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í vor að lækka leikskólagjöld um 25% í haust, sem meirihlutinn og gerði - en nú fjórum mánuðum síðar eru þau hækkuð um tæp 9 prósent. Framsóknarflokkurinn gerði reyndar gott betur og lofaði í kosningastefnuskrá sinni ókeypis leikskóla frá 18 mánaða aldri. Aðspurður hvernig á þessu standi segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, að lækkun leikskólagjalda og sérstakur systkinaafsláttur hafi verið sérstök aðgerð. "Hitt fylgir almennum verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Ég veit ekki annað en að það hafi verið mikill þrýstingur í samfélaginu um að laun starfsfólks á leikskólum hækki svo unnt sé að manna þá."Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, segir hækkanir í samræmi við verðbólguspá séu eðlilegar, allt umfram það sé óeðlilegt. "Þarna er því miður um að ræða grundvallarstefnubreytingu frá þeirri fjölskylduvænu stefnu sem fylgt hefur verið hvað gjaldskrá varðar."Björn Ingi segir hækkunina ekki duga til að brúa launahækkanir hjá starfsfólki leikskóla. Aðspurður hvort þær hækkanir hafi ekki verið fyrirséðar þegar meirihlutinn lækkaði leikskólagjöldin, segir Björn Ingi að þess vegna hefðu þeir einfaldlega getað haft lækkunina minni ef ætlunin hefði verið að halda verðlagsbreytingum þar fyrir utan.Björn Ingi bendir á að verðlagsbreytingarnar gildi á báða vegu, þannig hækki framlög til dagforeldra og sömuleiðis fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar."Líklega eru mjög margir undrandi eftir kosningabaráttu síðasta vors að fyrsta verk nýs meirihluta sé að hækka gjöld á eldri borgara og barnafólk," segir Dagur."Þetta er ótrúlegur útúrsnúningur," segir Björn Ingi. "Nú þegar á fyrstu sex mánuðum nýs kjörtímabils höfum við stórlækkað leikskólagjöld, tekið upp frístundakort sem munu kosta marga milljarða á kjörtímabilinu, við erum að lækka gjöld á öllum sviðum, bæta þjónustuna, en það kostar peninga."
Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira