Innlent

88 milljónir söfnuðust á Degi rauða nefdsins

88 milljónir króna og hátt í 4000 nýir heimsforeldrar söfnuðust á Degi rauða nefsins sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, stóð fyrir á föstudaginn.

Inni í fjármununum er ágóðinn af sölu rauðra trúðanefja, geisladiski Baggalúts „Brostu", söfnunarátaki Bylgjunnar og framlög þeirra heimsforeldra á ársgrundvelli sem skráðu sig meðan á átakinu stóð auk 30 milljón króna framlags frá utanríkisráðuneytinu.

Alls skráðu 3950 sig sem heimsforeldra meðan söfnunarátak UNICEF stóð yfir og eru heimsforeldar því orðnir 11.600. Á ársgrundvelli styrkja þeir börn í sárri neyð um 139 milljónir króna.

Þess má geta að upphæðin sem safnaðist er hlutfallslega hærri en sú sem safnaðist á Degi rauða nefsins í Bretlandi á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×