Guðni tekur undir orð Jóns 28. nóvember 2006 13:58 MYND/GVA Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni. Guðni var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag og þar var meðal annars rætt um yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um síðustu helgi. Þar gangrýndi Jón meðal annars að ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis þegar ákvörðunin um stuðninginn var tekin. „Þarna er lýðræðissinninn Jón Sigurðsson í rauninni að segja hvernig hann mundi starfa. Hann telur mjög mikilvægt hafa samstarf við þingið og í öllum svona stórum málum sé mjög mikilvægt að hafa lýðræðislegt samstarf í flokkunum, ríkisstjórninni og þinginu," sagði Guðni. Guðni vildi ekkert segja um það hvort þetta væri ákveðinn dómur yfir stjórnunarstíl Halldórs Ásgrímssonar. „Það liggur auðvitað fyrir að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson tóku þessa ákvörðun og hún hefur verið margrakin og þarf í sjálfu sér ekki að fara meira yfir það en Íraksstríðið hefur orðið mörgum þjóðum þungbærara en þær ætluðu í upphafi og heldur áfram með sínum hörmungum." Guðni segir það orðum ýkt að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi tekið allar ákvarðanir í ríkisstjórninni sem aðrir hafi svo samþykkt eftir á. „En það er engin spurning að það er betra fyrir þá sem í þessu eru að hafa meira samráð. Ég sé til dæmis að Geir Haarde og Jón Sigurðsson nú, að þeir eru menn samstarfs," sagði Guðni og bætti við að sér hugnaðist vel stíll nýs formanns Framsóknarflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni. Guðni var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag og þar var meðal annars rætt um yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um síðustu helgi. Þar gangrýndi Jón meðal annars að ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis þegar ákvörðunin um stuðninginn var tekin. „Þarna er lýðræðissinninn Jón Sigurðsson í rauninni að segja hvernig hann mundi starfa. Hann telur mjög mikilvægt hafa samstarf við þingið og í öllum svona stórum málum sé mjög mikilvægt að hafa lýðræðislegt samstarf í flokkunum, ríkisstjórninni og þinginu," sagði Guðni. Guðni vildi ekkert segja um það hvort þetta væri ákveðinn dómur yfir stjórnunarstíl Halldórs Ásgrímssonar. „Það liggur auðvitað fyrir að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson tóku þessa ákvörðun og hún hefur verið margrakin og þarf í sjálfu sér ekki að fara meira yfir það en Íraksstríðið hefur orðið mörgum þjóðum þungbærara en þær ætluðu í upphafi og heldur áfram með sínum hörmungum." Guðni segir það orðum ýkt að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi tekið allar ákvarðanir í ríkisstjórninni sem aðrir hafi svo samþykkt eftir á. „En það er engin spurning að það er betra fyrir þá sem í þessu eru að hafa meira samráð. Ég sé til dæmis að Geir Haarde og Jón Sigurðsson nú, að þeir eru menn samstarfs," sagði Guðni og bætti við að sér hugnaðist vel stíll nýs formanns Framsóknarflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira