Nær allur afgangur fjárlaga fari til elli- og örorkulífeyrisþega 23. nóvember 2006 13:02 Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor. Samfylkingin, Vinstri - grænir og Frjálslyndi flokkurinn boðuðu til sameiginlegs fréttamannafundar í Alþingishúsinu í morgun þar sem kynntar voru tillögur til breytingar á fjárlögum við aðra umræðu þeirra sem hófst á Alþingi í morgun. Tillögurnar lúta allar að kjörum elli- og örorkulífeyrisþega. Stjórnarmeirihlutinn gerir ráð fyrir að afgangur á fjárlögum næsta árs verði 8,9 milljarðar króna og vill stjórnarandstaðan að ríflega sjö milljörðum af þeirri upphæð verði varið til bóta á kjörum elli - og örorkulífeyrisþega. Katrín Júlíusdóttir, talsmaður stjórnarandstöðunnar, sagði á blaðamannafundi í morgun að kjarninn í tillögum stjórnarandstöðunnar væri stórfelldar kjarabætur til elli- og örorkulífeyrisþega. Lagt væri til að frítekjumark hækkaði úr 300 þúsund krónum ári, eins og stjórnarmeirihlutinn leggur til, í 900 þúsund krónur og nái ekki eingöngu til ellilífeyrisþega heldur örorkulífeyrisþega líka. Þá sé lagt til að tekjutrygging ellilífeyrisþega hækki í 85 þúsund á mánuði og 86 þúsund hjá örorkulífeyrisþegum auk breytinga á launavísitölu frá því í sumar. Með þessum tillögum segir Katrín að stjórnarandstaðan leggi til að tenging lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka verði að fullu afnumin. Þetta hafi lengi verið baráttumál lífeyrisþega. Samtals eru þetta rúmir sjö milljarðar króna sem stjórnarandstaðan segir rúmast innan fjárlagarammans, en í tillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir 8,9 milljarða afgangi á fjárlögum sem yrði aðeins um milljarður ef tillögur stjórnarandstöðunnar ná fram að ganga. Það er stutt í kosningar og því spurning hvort þessar tillögur séu fyrsta skrefið í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningar. Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa sýnt að í þessu máli standi hún saman og leggi á það mikla áherslu. Tillögur stjórnarandstöðunnar endurspegli hvað sameini þessa flokka, þ.e. að það þurfi að ráðast í það verkefni að byggja velferðarkerfið upp að nýju. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor. Samfylkingin, Vinstri - grænir og Frjálslyndi flokkurinn boðuðu til sameiginlegs fréttamannafundar í Alþingishúsinu í morgun þar sem kynntar voru tillögur til breytingar á fjárlögum við aðra umræðu þeirra sem hófst á Alþingi í morgun. Tillögurnar lúta allar að kjörum elli- og örorkulífeyrisþega. Stjórnarmeirihlutinn gerir ráð fyrir að afgangur á fjárlögum næsta árs verði 8,9 milljarðar króna og vill stjórnarandstaðan að ríflega sjö milljörðum af þeirri upphæð verði varið til bóta á kjörum elli - og örorkulífeyrisþega. Katrín Júlíusdóttir, talsmaður stjórnarandstöðunnar, sagði á blaðamannafundi í morgun að kjarninn í tillögum stjórnarandstöðunnar væri stórfelldar kjarabætur til elli- og örorkulífeyrisþega. Lagt væri til að frítekjumark hækkaði úr 300 þúsund krónum ári, eins og stjórnarmeirihlutinn leggur til, í 900 þúsund krónur og nái ekki eingöngu til ellilífeyrisþega heldur örorkulífeyrisþega líka. Þá sé lagt til að tekjutrygging ellilífeyrisþega hækki í 85 þúsund á mánuði og 86 þúsund hjá örorkulífeyrisþegum auk breytinga á launavísitölu frá því í sumar. Með þessum tillögum segir Katrín að stjórnarandstaðan leggi til að tenging lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka verði að fullu afnumin. Þetta hafi lengi verið baráttumál lífeyrisþega. Samtals eru þetta rúmir sjö milljarðar króna sem stjórnarandstaðan segir rúmast innan fjárlagarammans, en í tillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir 8,9 milljarða afgangi á fjárlögum sem yrði aðeins um milljarður ef tillögur stjórnarandstöðunnar ná fram að ganga. Það er stutt í kosningar og því spurning hvort þessar tillögur séu fyrsta skrefið í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningar. Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa sýnt að í þessu máli standi hún saman og leggi á það mikla áherslu. Tillögur stjórnarandstöðunnar endurspegli hvað sameini þessa flokka, þ.e. að það þurfi að ráðast í það verkefni að byggja velferðarkerfið upp að nýju.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira