Innlent

Páll Magnússon til í að ræða auglýsingaþak

Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að vel megi ræða hugmyndir um að tímatakmarkanir verði settar á auglýsingatíma Ríkisútvarpsins. Forstjóri 365 miðla spáir því að dómstólar muni skera úr um það að nýtt lagaumhverfi standist ekki jafnræðisreglu Stjórnarskrár.

Þeir Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, og Ari Edwald, forstjóri 365, ræddu í þættinum Ísland í bítið í morgun þær breytingar sem frumvörp ríkisstjórnarinnar boða á starfsumhverfi ríkisrekinna og einkarekinna fjölmiðla.

Páll Magnússon sagði að hugmyndir, sem Jón Ásgeir Jóhannesson setti fram í viðtali við Kastljósið á föstudaginn, um að þak yrði sett á auglýsingatíma á álagstímum Ríkisútvarpsins.

Ari Edwald taldi að frumvarpið um Ríkisútvarpið myndi ekki standast til langframa. Hann vísaði í umsögn um frumvarpið sem 365 sendi Alþingi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.