Lögreglumanni á Akureyri hótað lífláti 14. nóvember 2006 21:57 Lögreglumenn að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Myndin er úr myndasafni. MYND/Haraldur "Ég ætla að drepa þig og fjölskyldu þína". Þannig hljóðaði morðhótun sem lögreglumaður á Akureyri fékk í dag. "Hvítu fíkniefnin" svokölluðu ógna öryggi lögreglumanna sem aldrei fyrr. Héraðsdómur Norðurlands-Eystra dæmdi í gær mann í ársfangelsi eftir að hann réðist á lögreglumann og veitti honum áverka í andliti. Við fyrstu sýn er þetta óvenju þungur dómur en það skýrist á því að maðurinn rauf skilorð og var auk þess dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Hann var á amfetamíni þegar árásin var gerð og hefur stóraukinn innflutningur á "Hvítu efnunum" svokölluðu skapað aukna hættu fyrir lögreglumenn að sögn yfirlögregluþjóns á Akureyri. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri sagði að það væri ekki nokkur vafi á því að þegar þau fóru að aukast þá breyttist framkoma þeirra sem lögreglan hafði afskipti af og varð miklu illvígari. Tók hann fram að í þessari sömu könnun sem er vísað til, sem var gerð af félagsvísindastofnun Háskólans, þá hafði yfir 40% af fjölskyldum lögreglumanna orðið fyrir hótunum beinlínis vegna starfs lögreglumannsins. Tveir þriðju lögreglumanna verða fyrir aðkasti samkvæmt könnun. Annar hver lögreglumaður sætir líkamlegri árás einhvern tíman á starfsferlinum. Daníel sagði ennfremur að í könnun sem var gerð 2004 kom í ljós að yfir 50% lögreglumanna hafa orðið fyrir líkamsárás í starfi. Á þeim stutta tíma sem að fréttastofa staldraði við á lögreglustöðinni á Akureyri fékk einn lögreglumaðurinn tvö sms þar sem honum og fjölskyldu var hótað lífláti. Fyrra sms-ið var á þessa leið: U ert ogedsleg hora og eg ona ad u munir deyja annars drep eg tig helvitis loggu drusla. Og til að hnykkja á fyrri boðum var sent annað sms sem hljómaði svona: eg vona ad u og bornin thin drepist. Með hagsmuni fjölskyldumeðlima í huga vildi lögreglumaðurinn ekki koma fram í fréttinni en viðurkenndi að sér væri brugðið og hygðist hann kæra hótunina. Mörg dæmi eru um að fjölskyldum lögreglumanna sé hótað beint. Lögreglan telur að kerfið virki ekki sem skyldi þar sem dómur fellur aðeins í um 10% mála sem kærð eru en von er á úrbótum sem munu bæta starfsumhverfi þeirra. Daníel taldi hinsvegar að brátt yrði starfsumhverfi lögreglumanna bætt þar sem að nú sé í gangi í ráðuneytinu frumvarp sem á að gera það auðveldara fyrir lögreglumenn að ná fram rétti sínum. Og því er við þetta að bæta að lögreglumenn segja á köflum mjög erfitt sé fjölskyldunnar vegna að sinna starfinu svo vel sé. Fyrir vikið séu skilnaðir alltíðir í stéttinni. Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
"Ég ætla að drepa þig og fjölskyldu þína". Þannig hljóðaði morðhótun sem lögreglumaður á Akureyri fékk í dag. "Hvítu fíkniefnin" svokölluðu ógna öryggi lögreglumanna sem aldrei fyrr. Héraðsdómur Norðurlands-Eystra dæmdi í gær mann í ársfangelsi eftir að hann réðist á lögreglumann og veitti honum áverka í andliti. Við fyrstu sýn er þetta óvenju þungur dómur en það skýrist á því að maðurinn rauf skilorð og var auk þess dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Hann var á amfetamíni þegar árásin var gerð og hefur stóraukinn innflutningur á "Hvítu efnunum" svokölluðu skapað aukna hættu fyrir lögreglumenn að sögn yfirlögregluþjóns á Akureyri. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri sagði að það væri ekki nokkur vafi á því að þegar þau fóru að aukast þá breyttist framkoma þeirra sem lögreglan hafði afskipti af og varð miklu illvígari. Tók hann fram að í þessari sömu könnun sem er vísað til, sem var gerð af félagsvísindastofnun Háskólans, þá hafði yfir 40% af fjölskyldum lögreglumanna orðið fyrir hótunum beinlínis vegna starfs lögreglumannsins. Tveir þriðju lögreglumanna verða fyrir aðkasti samkvæmt könnun. Annar hver lögreglumaður sætir líkamlegri árás einhvern tíman á starfsferlinum. Daníel sagði ennfremur að í könnun sem var gerð 2004 kom í ljós að yfir 50% lögreglumanna hafa orðið fyrir líkamsárás í starfi. Á þeim stutta tíma sem að fréttastofa staldraði við á lögreglustöðinni á Akureyri fékk einn lögreglumaðurinn tvö sms þar sem honum og fjölskyldu var hótað lífláti. Fyrra sms-ið var á þessa leið: U ert ogedsleg hora og eg ona ad u munir deyja annars drep eg tig helvitis loggu drusla. Og til að hnykkja á fyrri boðum var sent annað sms sem hljómaði svona: eg vona ad u og bornin thin drepist. Með hagsmuni fjölskyldumeðlima í huga vildi lögreglumaðurinn ekki koma fram í fréttinni en viðurkenndi að sér væri brugðið og hygðist hann kæra hótunina. Mörg dæmi eru um að fjölskyldum lögreglumanna sé hótað beint. Lögreglan telur að kerfið virki ekki sem skyldi þar sem dómur fellur aðeins í um 10% mála sem kærð eru en von er á úrbótum sem munu bæta starfsumhverfi þeirra. Daníel taldi hinsvegar að brátt yrði starfsumhverfi lögreglumanna bætt þar sem að nú sé í gangi í ráðuneytinu frumvarp sem á að gera það auðveldara fyrir lögreglumenn að ná fram rétti sínum. Og því er við þetta að bæta að lögreglumenn segja á köflum mjög erfitt sé fjölskyldunnar vegna að sinna starfinu svo vel sé. Fyrir vikið séu skilnaðir alltíðir í stéttinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira