Andvirði heilsuverndarstöðvarinnar brennur upp í leigu á 10-15 árum 9. nóvember 2006 18:35 Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni. Styrrinn sem staðið hefur um heilsuverndarstöðina síðan hún var seld fyrir ári er tvíþættur. Í fyrsta lagi voru starfsmenn ósáttir við að flytja í Mjóddina. Í öðru lagi kom í ljós nú fyrir um hálfum mánuði að Miðstöð mæðraverndar myndi hætta að sinna eftirliti með konum á áhættumeðgöngu við flutninginn. Á sama tíma og smiðir eru í óða önn upp í Mjódd að klára að innrétta húsnæðið fyrir áhættumeðgöngueftirlit eru kollegar þeirra á Landspítalanum að gera slíkt hið sama. Forstöðumaður heilsuverndar barna segir þetta ferli hafa verið glórulaust og sakar ráðamenn um embættisafglöp. Heilsuverndarstöðin seldist á 980 milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun ríkið greiða um 70 milljónir króna í leigu fyrir húsnæðið í Mjóddinni og talið er að flutningurinn, ný húsgögn og tæki kosti á fimmta tug milljóna. Það þýðir að á þrettán til fjórtán árum verði ríkið búið að greiða allt söluandvirði hússins á Barónstígnum í leigu. Davíð Gunnarsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu segir mikinn vilja hafa verið innan ráðuneytisins að halda í húsið. Það hefði hins vegar kostað um 1100 milljónir króna fyrir ríkið að kaupa og gera nauðsynlegar lagfæringar. Fréttir Innlent Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni. Styrrinn sem staðið hefur um heilsuverndarstöðina síðan hún var seld fyrir ári er tvíþættur. Í fyrsta lagi voru starfsmenn ósáttir við að flytja í Mjóddina. Í öðru lagi kom í ljós nú fyrir um hálfum mánuði að Miðstöð mæðraverndar myndi hætta að sinna eftirliti með konum á áhættumeðgöngu við flutninginn. Á sama tíma og smiðir eru í óða önn upp í Mjódd að klára að innrétta húsnæðið fyrir áhættumeðgöngueftirlit eru kollegar þeirra á Landspítalanum að gera slíkt hið sama. Forstöðumaður heilsuverndar barna segir þetta ferli hafa verið glórulaust og sakar ráðamenn um embættisafglöp. Heilsuverndarstöðin seldist á 980 milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun ríkið greiða um 70 milljónir króna í leigu fyrir húsnæðið í Mjóddinni og talið er að flutningurinn, ný húsgögn og tæki kosti á fimmta tug milljóna. Það þýðir að á þrettán til fjórtán árum verði ríkið búið að greiða allt söluandvirði hússins á Barónstígnum í leigu. Davíð Gunnarsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu segir mikinn vilja hafa verið innan ráðuneytisins að halda í húsið. Það hefði hins vegar kostað um 1100 milljónir króna fyrir ríkið að kaupa og gera nauðsynlegar lagfæringar.
Fréttir Innlent Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira