Vanskil á virðisaukaskatti fara vaxandi 6. nóvember 2006 14:10 MYND/GVA Ríkisendurskoðun segir að vanskil á virðisaukaskatti fari vaxandi og telur tímabært að stjórnvöld kanni hvort ekki ætti að veita skattyfirvöldum heimild til að loka virðisaukaskattsnúmerum ef vanskil eru stórfelld. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2005. Í skýrslunni dregur Ríkisendurskoðun saman helstu niðurstöður fjárhagsendurskoðunar sinnar fyrir síðasta ár, en þá voru samtals 418 ársreikningar stofnana og fyrirtækja í ríkisreikningi með áritun endurskoðenda. Á árinu var afkoma A-hluta ríkissjóðs jákvæð um tæpa 113 milljarða króna sem svarar til tæplega 27 prósenta af heildartekjum ársins og er um að ræða mikla breytingu til hins betra frá síðustu árum. Um helming þessarar jákvæðu afkomu má rekja til tekna af sölu Landssímans en auk þess hafa skatttekjur ríkisins vaxið mjög undanfarin ár. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að í árslok í fyrra hafi ónýttar fjárheimildir numið rúmum 27 milljörðum en á sama tíma hafði 141 fjárlagaliður farið 9,3 milljarða fram úr fjárheimildum ársins. „Ríkisendurskoðun ítrekar þá skoðun sína að slíkur flutningur fjármuna milli ára veiki mjög framkvæmd fjárlaga. Sérstök athugasemd var gerð við 54 stofnanir þar sem útgjöld fóru 4% eða meira fram úr þeim fjárheimildum sem reglugerð um framkvæmd fjárlaga kveður á um. Þá var 14 stofnunum bent á að samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins um lána- og reikningsviðskipti ríkisstofnana í A-hluta ríkissjóðs er ríkisstofnunum óheimilt að fjármagna rekstur sinn með yfirdrætti á bankareikningi," segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðun bendir á að innra eftirlit sé ein af áhrifaríkustu leiðum stjórnenda til að standa undir auknum kröfum um hagkvæmni og skilvirkni og þá sé mikilvægt að stjórnendur meti þá áhættu sem felst í rekstrinum hverju sinni. Enn vanti talsvert upp á að ríkisaðilar vinni í anda áhættustjórnunar og geri eiginlegt áhættumat fyrir starfsemi sína. Ríkisendurskoðun vekur einnig athygli á því að umhirða bókhaldsgagna hjá ríkisstofnunum hafi batnað mjög á undanförnum árum en sums staðar voru gerðar athugasemdir við, að ekki væri í fylgiskjölum greint frá magni, einingum né tímafjölda í verkum sem krafist var greiðslu fyrir vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá var ekki alltaf getið um tilefni risnureikninga, eins og skylt er samkvæmt reglum þar að lútandi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Ríkisendurskoðun segir að vanskil á virðisaukaskatti fari vaxandi og telur tímabært að stjórnvöld kanni hvort ekki ætti að veita skattyfirvöldum heimild til að loka virðisaukaskattsnúmerum ef vanskil eru stórfelld. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2005. Í skýrslunni dregur Ríkisendurskoðun saman helstu niðurstöður fjárhagsendurskoðunar sinnar fyrir síðasta ár, en þá voru samtals 418 ársreikningar stofnana og fyrirtækja í ríkisreikningi með áritun endurskoðenda. Á árinu var afkoma A-hluta ríkissjóðs jákvæð um tæpa 113 milljarða króna sem svarar til tæplega 27 prósenta af heildartekjum ársins og er um að ræða mikla breytingu til hins betra frá síðustu árum. Um helming þessarar jákvæðu afkomu má rekja til tekna af sölu Landssímans en auk þess hafa skatttekjur ríkisins vaxið mjög undanfarin ár. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að í árslok í fyrra hafi ónýttar fjárheimildir numið rúmum 27 milljörðum en á sama tíma hafði 141 fjárlagaliður farið 9,3 milljarða fram úr fjárheimildum ársins. „Ríkisendurskoðun ítrekar þá skoðun sína að slíkur flutningur fjármuna milli ára veiki mjög framkvæmd fjárlaga. Sérstök athugasemd var gerð við 54 stofnanir þar sem útgjöld fóru 4% eða meira fram úr þeim fjárheimildum sem reglugerð um framkvæmd fjárlaga kveður á um. Þá var 14 stofnunum bent á að samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins um lána- og reikningsviðskipti ríkisstofnana í A-hluta ríkissjóðs er ríkisstofnunum óheimilt að fjármagna rekstur sinn með yfirdrætti á bankareikningi," segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðun bendir á að innra eftirlit sé ein af áhrifaríkustu leiðum stjórnenda til að standa undir auknum kröfum um hagkvæmni og skilvirkni og þá sé mikilvægt að stjórnendur meti þá áhættu sem felst í rekstrinum hverju sinni. Enn vanti talsvert upp á að ríkisaðilar vinni í anda áhættustjórnunar og geri eiginlegt áhættumat fyrir starfsemi sína. Ríkisendurskoðun vekur einnig athygli á því að umhirða bókhaldsgagna hjá ríkisstofnunum hafi batnað mjög á undanförnum árum en sums staðar voru gerðar athugasemdir við, að ekki væri í fylgiskjölum greint frá magni, einingum né tímafjölda í verkum sem krafist var greiðslu fyrir vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá var ekki alltaf getið um tilefni risnureikninga, eins og skylt er samkvæmt reglum þar að lútandi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira