Vanskil á virðisaukaskatti fara vaxandi 6. nóvember 2006 14:10 MYND/GVA Ríkisendurskoðun segir að vanskil á virðisaukaskatti fari vaxandi og telur tímabært að stjórnvöld kanni hvort ekki ætti að veita skattyfirvöldum heimild til að loka virðisaukaskattsnúmerum ef vanskil eru stórfelld. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2005. Í skýrslunni dregur Ríkisendurskoðun saman helstu niðurstöður fjárhagsendurskoðunar sinnar fyrir síðasta ár, en þá voru samtals 418 ársreikningar stofnana og fyrirtækja í ríkisreikningi með áritun endurskoðenda. Á árinu var afkoma A-hluta ríkissjóðs jákvæð um tæpa 113 milljarða króna sem svarar til tæplega 27 prósenta af heildartekjum ársins og er um að ræða mikla breytingu til hins betra frá síðustu árum. Um helming þessarar jákvæðu afkomu má rekja til tekna af sölu Landssímans en auk þess hafa skatttekjur ríkisins vaxið mjög undanfarin ár. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að í árslok í fyrra hafi ónýttar fjárheimildir numið rúmum 27 milljörðum en á sama tíma hafði 141 fjárlagaliður farið 9,3 milljarða fram úr fjárheimildum ársins. „Ríkisendurskoðun ítrekar þá skoðun sína að slíkur flutningur fjármuna milli ára veiki mjög framkvæmd fjárlaga. Sérstök athugasemd var gerð við 54 stofnanir þar sem útgjöld fóru 4% eða meira fram úr þeim fjárheimildum sem reglugerð um framkvæmd fjárlaga kveður á um. Þá var 14 stofnunum bent á að samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins um lána- og reikningsviðskipti ríkisstofnana í A-hluta ríkissjóðs er ríkisstofnunum óheimilt að fjármagna rekstur sinn með yfirdrætti á bankareikningi," segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðun bendir á að innra eftirlit sé ein af áhrifaríkustu leiðum stjórnenda til að standa undir auknum kröfum um hagkvæmni og skilvirkni og þá sé mikilvægt að stjórnendur meti þá áhættu sem felst í rekstrinum hverju sinni. Enn vanti talsvert upp á að ríkisaðilar vinni í anda áhættustjórnunar og geri eiginlegt áhættumat fyrir starfsemi sína. Ríkisendurskoðun vekur einnig athygli á því að umhirða bókhaldsgagna hjá ríkisstofnunum hafi batnað mjög á undanförnum árum en sums staðar voru gerðar athugasemdir við, að ekki væri í fylgiskjölum greint frá magni, einingum né tímafjölda í verkum sem krafist var greiðslu fyrir vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá var ekki alltaf getið um tilefni risnureikninga, eins og skylt er samkvæmt reglum þar að lútandi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Ríkisendurskoðun segir að vanskil á virðisaukaskatti fari vaxandi og telur tímabært að stjórnvöld kanni hvort ekki ætti að veita skattyfirvöldum heimild til að loka virðisaukaskattsnúmerum ef vanskil eru stórfelld. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2005. Í skýrslunni dregur Ríkisendurskoðun saman helstu niðurstöður fjárhagsendurskoðunar sinnar fyrir síðasta ár, en þá voru samtals 418 ársreikningar stofnana og fyrirtækja í ríkisreikningi með áritun endurskoðenda. Á árinu var afkoma A-hluta ríkissjóðs jákvæð um tæpa 113 milljarða króna sem svarar til tæplega 27 prósenta af heildartekjum ársins og er um að ræða mikla breytingu til hins betra frá síðustu árum. Um helming þessarar jákvæðu afkomu má rekja til tekna af sölu Landssímans en auk þess hafa skatttekjur ríkisins vaxið mjög undanfarin ár. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að í árslok í fyrra hafi ónýttar fjárheimildir numið rúmum 27 milljörðum en á sama tíma hafði 141 fjárlagaliður farið 9,3 milljarða fram úr fjárheimildum ársins. „Ríkisendurskoðun ítrekar þá skoðun sína að slíkur flutningur fjármuna milli ára veiki mjög framkvæmd fjárlaga. Sérstök athugasemd var gerð við 54 stofnanir þar sem útgjöld fóru 4% eða meira fram úr þeim fjárheimildum sem reglugerð um framkvæmd fjárlaga kveður á um. Þá var 14 stofnunum bent á að samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins um lána- og reikningsviðskipti ríkisstofnana í A-hluta ríkissjóðs er ríkisstofnunum óheimilt að fjármagna rekstur sinn með yfirdrætti á bankareikningi," segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðun bendir á að innra eftirlit sé ein af áhrifaríkustu leiðum stjórnenda til að standa undir auknum kröfum um hagkvæmni og skilvirkni og þá sé mikilvægt að stjórnendur meti þá áhættu sem felst í rekstrinum hverju sinni. Enn vanti talsvert upp á að ríkisaðilar vinni í anda áhættustjórnunar og geri eiginlegt áhættumat fyrir starfsemi sína. Ríkisendurskoðun vekur einnig athygli á því að umhirða bókhaldsgagna hjá ríkisstofnunum hafi batnað mjög á undanförnum árum en sums staðar voru gerðar athugasemdir við, að ekki væri í fylgiskjölum greint frá magni, einingum né tímafjölda í verkum sem krafist var greiðslu fyrir vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá var ekki alltaf getið um tilefni risnureikninga, eins og skylt er samkvæmt reglum þar að lútandi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira