Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi 1. nóvember 2006 12:05 Ekstra Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Mafíustríð á bjórmarkaði er yfirskrift opnugreinar Ekstra Bladet í dag þar sem haldið er áfram að fjalla um íslenska auðmenn og meint tengsl þeirra við spillingu og glæpi. Nú er röðin komin af feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og syninum Björgólfi Thor en þeir högnuðust vel við sölu á Bravo-bjórverksmiðju sinni í Pétursborg - og sama gerði viðskiptafélagi þeirra í Samson, Magnús Þorsteinsson sem nú er aðaleigandi Avion Group. Ekstra Bladet segir að blóðug mafíuátök hafi staðið um bjórmarkaðinn í Pétursborg þegar Íslendingarnir voru þar að byggja upp veldi sitt. Greint er frá leigumorðinu á áhrifamiklu þingkonunni Galinu Starovojtovu árið 1998 en hún var skotin í hnakkann fyrir utan heimili sitt. Ráðgjafi hennar greindi frá því fyrir rétti, segir Ekstra Bladet, að skömmu fyrir morðið hafi menn frá Björgólfi Thor leitað til hennar og beðið um hjálp vegna þvingana sem Bravo-bjórverksmiðja þeirra hafi orðið fyrir. Tvö fyrirtæki hafi viljað þvinga Bravo í viðskipti. Árið eftir hafi svo leigumorðingjar myrt Aslanbek Gallojev um hábjartan dag en hann var tengdur Baltika-bjórverksmiðjunni sem var helsti keppinautur Björgólfsfeðga. Aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis, Ilja Weisman, hlaut sömu örlög árið 2000. Tengir Ekstra Bladet síðan þessi blóðugu mafíuátök við pólitíska spillingu. Er því svo slegið fram að þrátt fyrir þetta stríð hafi Björgólfur Thor sloppið frá Pétursborg til Reykjavíkur með 400 milljónir bandaríkjadala í vasanum árið 2004. Var þá Bravo-bjórverksmiðjan seld Heineken-verksmiðjunni og með afrakstrinum var grunnur lagður að viðskiptaveldi Björgólfsfeðga og Magnúsar í Samson. Með greininni, sem hefur undirfyrirsögnina "Bjór með blóðbragði" er síðan birt stór mynd af Björgólfi Thor - sem eins og kunnugt er hefur komist á lista yfir ríkustu menn heims. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Ekstra Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Mafíustríð á bjórmarkaði er yfirskrift opnugreinar Ekstra Bladet í dag þar sem haldið er áfram að fjalla um íslenska auðmenn og meint tengsl þeirra við spillingu og glæpi. Nú er röðin komin af feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og syninum Björgólfi Thor en þeir högnuðust vel við sölu á Bravo-bjórverksmiðju sinni í Pétursborg - og sama gerði viðskiptafélagi þeirra í Samson, Magnús Þorsteinsson sem nú er aðaleigandi Avion Group. Ekstra Bladet segir að blóðug mafíuátök hafi staðið um bjórmarkaðinn í Pétursborg þegar Íslendingarnir voru þar að byggja upp veldi sitt. Greint er frá leigumorðinu á áhrifamiklu þingkonunni Galinu Starovojtovu árið 1998 en hún var skotin í hnakkann fyrir utan heimili sitt. Ráðgjafi hennar greindi frá því fyrir rétti, segir Ekstra Bladet, að skömmu fyrir morðið hafi menn frá Björgólfi Thor leitað til hennar og beðið um hjálp vegna þvingana sem Bravo-bjórverksmiðja þeirra hafi orðið fyrir. Tvö fyrirtæki hafi viljað þvinga Bravo í viðskipti. Árið eftir hafi svo leigumorðingjar myrt Aslanbek Gallojev um hábjartan dag en hann var tengdur Baltika-bjórverksmiðjunni sem var helsti keppinautur Björgólfsfeðga. Aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis, Ilja Weisman, hlaut sömu örlög árið 2000. Tengir Ekstra Bladet síðan þessi blóðugu mafíuátök við pólitíska spillingu. Er því svo slegið fram að þrátt fyrir þetta stríð hafi Björgólfur Thor sloppið frá Pétursborg til Reykjavíkur með 400 milljónir bandaríkjadala í vasanum árið 2004. Var þá Bravo-bjórverksmiðjan seld Heineken-verksmiðjunni og með afrakstrinum var grunnur lagður að viðskiptaveldi Björgólfsfeðga og Magnúsar í Samson. Með greininni, sem hefur undirfyrirsögnina "Bjór með blóðbragði" er síðan birt stór mynd af Björgólfi Thor - sem eins og kunnugt er hefur komist á lista yfir ríkustu menn heims.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira