Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi 1. nóvember 2006 12:05 Ekstra Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Mafíustríð á bjórmarkaði er yfirskrift opnugreinar Ekstra Bladet í dag þar sem haldið er áfram að fjalla um íslenska auðmenn og meint tengsl þeirra við spillingu og glæpi. Nú er röðin komin af feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og syninum Björgólfi Thor en þeir högnuðust vel við sölu á Bravo-bjórverksmiðju sinni í Pétursborg - og sama gerði viðskiptafélagi þeirra í Samson, Magnús Þorsteinsson sem nú er aðaleigandi Avion Group. Ekstra Bladet segir að blóðug mafíuátök hafi staðið um bjórmarkaðinn í Pétursborg þegar Íslendingarnir voru þar að byggja upp veldi sitt. Greint er frá leigumorðinu á áhrifamiklu þingkonunni Galinu Starovojtovu árið 1998 en hún var skotin í hnakkann fyrir utan heimili sitt. Ráðgjafi hennar greindi frá því fyrir rétti, segir Ekstra Bladet, að skömmu fyrir morðið hafi menn frá Björgólfi Thor leitað til hennar og beðið um hjálp vegna þvingana sem Bravo-bjórverksmiðja þeirra hafi orðið fyrir. Tvö fyrirtæki hafi viljað þvinga Bravo í viðskipti. Árið eftir hafi svo leigumorðingjar myrt Aslanbek Gallojev um hábjartan dag en hann var tengdur Baltika-bjórverksmiðjunni sem var helsti keppinautur Björgólfsfeðga. Aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis, Ilja Weisman, hlaut sömu örlög árið 2000. Tengir Ekstra Bladet síðan þessi blóðugu mafíuátök við pólitíska spillingu. Er því svo slegið fram að þrátt fyrir þetta stríð hafi Björgólfur Thor sloppið frá Pétursborg til Reykjavíkur með 400 milljónir bandaríkjadala í vasanum árið 2004. Var þá Bravo-bjórverksmiðjan seld Heineken-verksmiðjunni og með afrakstrinum var grunnur lagður að viðskiptaveldi Björgólfsfeðga og Magnúsar í Samson. Með greininni, sem hefur undirfyrirsögnina "Bjór með blóðbragði" er síðan birt stór mynd af Björgólfi Thor - sem eins og kunnugt er hefur komist á lista yfir ríkustu menn heims. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Ekstra Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Mafíustríð á bjórmarkaði er yfirskrift opnugreinar Ekstra Bladet í dag þar sem haldið er áfram að fjalla um íslenska auðmenn og meint tengsl þeirra við spillingu og glæpi. Nú er röðin komin af feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og syninum Björgólfi Thor en þeir högnuðust vel við sölu á Bravo-bjórverksmiðju sinni í Pétursborg - og sama gerði viðskiptafélagi þeirra í Samson, Magnús Þorsteinsson sem nú er aðaleigandi Avion Group. Ekstra Bladet segir að blóðug mafíuátök hafi staðið um bjórmarkaðinn í Pétursborg þegar Íslendingarnir voru þar að byggja upp veldi sitt. Greint er frá leigumorðinu á áhrifamiklu þingkonunni Galinu Starovojtovu árið 1998 en hún var skotin í hnakkann fyrir utan heimili sitt. Ráðgjafi hennar greindi frá því fyrir rétti, segir Ekstra Bladet, að skömmu fyrir morðið hafi menn frá Björgólfi Thor leitað til hennar og beðið um hjálp vegna þvingana sem Bravo-bjórverksmiðja þeirra hafi orðið fyrir. Tvö fyrirtæki hafi viljað þvinga Bravo í viðskipti. Árið eftir hafi svo leigumorðingjar myrt Aslanbek Gallojev um hábjartan dag en hann var tengdur Baltika-bjórverksmiðjunni sem var helsti keppinautur Björgólfsfeðga. Aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis, Ilja Weisman, hlaut sömu örlög árið 2000. Tengir Ekstra Bladet síðan þessi blóðugu mafíuátök við pólitíska spillingu. Er því svo slegið fram að þrátt fyrir þetta stríð hafi Björgólfur Thor sloppið frá Pétursborg til Reykjavíkur með 400 milljónir bandaríkjadala í vasanum árið 2004. Var þá Bravo-bjórverksmiðjan seld Heineken-verksmiðjunni og með afrakstrinum var grunnur lagður að viðskiptaveldi Björgólfsfeðga og Magnúsar í Samson. Með greininni, sem hefur undirfyrirsögnina "Bjór með blóðbragði" er síðan birt stór mynd af Björgólfi Thor - sem eins og kunnugt er hefur komist á lista yfir ríkustu menn heims.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira