Bradshaw hefur engan rétt til að tala svo harkalega til annarra þjóða 20. október 2006 12:34 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. Ben Bradsaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, gagnrýndi ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar á ný harkarlega í gær. Bradsaw sagði ákvörðunina óskiljanlega ekki hvað síst vegna þess að gefin hefðu verið út veiðileyfi á langreyði sem væri í útrýmingarhættu. Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Bradshaw sé andvígur Íselndingum í hvalveiðimálum en það hafi hins vegar komið honum á óvart sá stóra bróður tónn sem verið hafi í yfirlýsingum hans. Hann telji að Bradshaw hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi ekki stöðu til að tala svona til annarrar þjóðar. Einar segir að skýringin kunni að vera sú að hann sé að hafa uppi mjög rangar fullyrðingar og ef hann byggi skoðun sína á því að við séum að veiða úr stofnum sem séu í útrýmingarhættu sé ekki óeðlilegt að hann hrapi að svo röngum ályktunum. Stofnanir sem veitt sé úr þoli veiðina vel og meira til. Hvalur níu fór á miðin á þriðjudagskvöld. Skipið er nú statt úti fyrir Vestfjörðum og hefur enn ekki náð að veiða hval. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði í gær að veiðar Íslendinga myndu verða til þess að draga úr áhuga almennings á að koma til Íslands og til að kaupa íslenskar vörur. Aðspurður segist Einar ekki telja að sá harkalegi tónn sem var í orðum Bradshaws hafi áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. Bradshaw hafi þó verið með dulbúnar hótanir þar að lútandi en þegar hann hafi farið yfir málin í heild sinni trúi Einar ekki öðru en að Bradshaw komist að annarri niðurstöðu eins og allir skynsamir menn hljóti að gera. Snarpar umræður voru um málið á Alþingi í gær og gaf stjórnarandstaðan í skyn að ekki væri samstaða um málið í ríkisstjórn vegna fyrirvara frá umhverfisráðherra. Einar segir að ákvörðunin um veiðarnar sé formlega hans og hún hafi verið kynnt rækilega í ríkisstjórn og hún standi á bak við hann. Hann hefði ekki farið af stað með svo stórt mál í andstöðu við ríkisstjórnina. Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. Ben Bradsaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, gagnrýndi ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar á ný harkarlega í gær. Bradsaw sagði ákvörðunina óskiljanlega ekki hvað síst vegna þess að gefin hefðu verið út veiðileyfi á langreyði sem væri í útrýmingarhættu. Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Bradshaw sé andvígur Íselndingum í hvalveiðimálum en það hafi hins vegar komið honum á óvart sá stóra bróður tónn sem verið hafi í yfirlýsingum hans. Hann telji að Bradshaw hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi ekki stöðu til að tala svona til annarrar þjóðar. Einar segir að skýringin kunni að vera sú að hann sé að hafa uppi mjög rangar fullyrðingar og ef hann byggi skoðun sína á því að við séum að veiða úr stofnum sem séu í útrýmingarhættu sé ekki óeðlilegt að hann hrapi að svo röngum ályktunum. Stofnanir sem veitt sé úr þoli veiðina vel og meira til. Hvalur níu fór á miðin á þriðjudagskvöld. Skipið er nú statt úti fyrir Vestfjörðum og hefur enn ekki náð að veiða hval. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði í gær að veiðar Íslendinga myndu verða til þess að draga úr áhuga almennings á að koma til Íslands og til að kaupa íslenskar vörur. Aðspurður segist Einar ekki telja að sá harkalegi tónn sem var í orðum Bradshaws hafi áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. Bradshaw hafi þó verið með dulbúnar hótanir þar að lútandi en þegar hann hafi farið yfir málin í heild sinni trúi Einar ekki öðru en að Bradshaw komist að annarri niðurstöðu eins og allir skynsamir menn hljóti að gera. Snarpar umræður voru um málið á Alþingi í gær og gaf stjórnarandstaðan í skyn að ekki væri samstaða um málið í ríkisstjórn vegna fyrirvara frá umhverfisráðherra. Einar segir að ákvörðunin um veiðarnar sé formlega hans og hún hafi verið kynnt rækilega í ríkisstjórn og hún standi á bak við hann. Hann hefði ekki farið af stað með svo stórt mál í andstöðu við ríkisstjórnina.
Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira