Yfirmaður Landsíma staðfestir hlerun, segir Jón Baldvin 12. október 2006 18:44 Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar staðfesti fyrrverandi yfirmaður hjá Landssímanum í gærkvöld að sími Jóns var hleraður í ráðherratíð hans. Áður hafi Jón Baldvin talið víst að bandarískir njósnarar stæðu að baki og til lítils að greina samráðherrum í Sjálfstæðisflokknum frá málinu. Hann hafi ekki þá vitað af tilvist íslensku leyniþjónustunnar. Sú sérkennilega staða er komin upp að leiðtogar stjórnarflokka Viðeyjarstjórnarinnar 1991-95, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson deila óvægið opinberlega um meinta hlerun á símum Jóns Baldvins á ráðherraárum hans. Á sunnudag greindi Jón Baldvin frá því að sími hans í utanríkisráðuneytinu - sem þá var til húsa á efstu hæð lögreglustöðvarinnar - hafi verið hleraður árið 1993. Davíð Oddsson, f.v. forsætisráðherra gerði lítið úr þessum fullyrðingum á Stöð 2 í gær og taldi þær augljóslega firru - og benti á að símarnir hefðu verið hreinsaðir af sérfræðingum NATO árlega. Í morgunútvarpsþætti Jóhanns Haukssonar á útvarpi Sögu í morgun bætist í þessa sögu - segir Jón Baldvin frá því að í gærkvöld hafi hringt í sig fyrrverandi yfirmaður á tæknisviði Landsímans og staðfest að hann hafi orðið vitni að því að sími Jóns var hleraður. Þetta hafi verið á ráðherraárum Jóns Baldvins, en hann var ráðherra árin 1987-95. Hefði manninum ofboðið afneitun Davíðs í viðtali á Stöð 2 í gærkvöld og talið að samvisku sinnar vegna gæti hann ekki þagað lengur. Griendi maðurinn frá því að í tækniveri Landsímans hafi maður setið löngum stundum, vikur og mánuði og haft þann starfa einan að hlusta. Eitt skipti þegar hann hafi brugðið sér frá hafi heimildarmaðurinn hlustað í tækin og heyrt samtal á milli Jóns Baldvins og annars manns. Segir Jón Baldvin að heimildarmaðurinn muni á síðari stigum staðfesta þessa frásögn opinberlega. Það var annar maður með tækniþekkingu sem komst að því að sögn Jóns að síminn á ráðherraskrifstofunni var hleraður árið 1993. Sá maður mun ekki stíga fram af ótta við skoðanakúgun í samfélaginu - að sögn Jóns. En menn undrast það að Jón greindi ekki nánasta samstarfsmanni sínum í ríkisstjórninni Davíð Oddssyni frá þessari hlerun. Skýringin var sú segir Jón að hann taldi þá að Bandarískir agentar væru að hlera símann - og umkvörtun um slíkt hefði lítinn hljómgrunn fengið meðal Sjálfstæðismanna. Taldi Jón Baldvin að þeir menn sem fengnir voru til þess árlega á vegum NATO að kanna hvort ráðherrasímar væru hleraðir hefðu komið tækjunum fyrir. Lítið hefði þýtt að bera slíkar sakir á borð samráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Jón Baldvin segir að þetta hlerunarmál - og önnur - verði að upplýsa. Ekki síst nú þegar fyrir liggi vilji dómsmálaráðherra á því að lögfesta tilvist leyniþjónustu á Íslandi. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar staðfesti fyrrverandi yfirmaður hjá Landssímanum í gærkvöld að sími Jóns var hleraður í ráðherratíð hans. Áður hafi Jón Baldvin talið víst að bandarískir njósnarar stæðu að baki og til lítils að greina samráðherrum í Sjálfstæðisflokknum frá málinu. Hann hafi ekki þá vitað af tilvist íslensku leyniþjónustunnar. Sú sérkennilega staða er komin upp að leiðtogar stjórnarflokka Viðeyjarstjórnarinnar 1991-95, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson deila óvægið opinberlega um meinta hlerun á símum Jóns Baldvins á ráðherraárum hans. Á sunnudag greindi Jón Baldvin frá því að sími hans í utanríkisráðuneytinu - sem þá var til húsa á efstu hæð lögreglustöðvarinnar - hafi verið hleraður árið 1993. Davíð Oddsson, f.v. forsætisráðherra gerði lítið úr þessum fullyrðingum á Stöð 2 í gær og taldi þær augljóslega firru - og benti á að símarnir hefðu verið hreinsaðir af sérfræðingum NATO árlega. Í morgunútvarpsþætti Jóhanns Haukssonar á útvarpi Sögu í morgun bætist í þessa sögu - segir Jón Baldvin frá því að í gærkvöld hafi hringt í sig fyrrverandi yfirmaður á tæknisviði Landsímans og staðfest að hann hafi orðið vitni að því að sími Jóns var hleraður. Þetta hafi verið á ráðherraárum Jóns Baldvins, en hann var ráðherra árin 1987-95. Hefði manninum ofboðið afneitun Davíðs í viðtali á Stöð 2 í gærkvöld og talið að samvisku sinnar vegna gæti hann ekki þagað lengur. Griendi maðurinn frá því að í tækniveri Landsímans hafi maður setið löngum stundum, vikur og mánuði og haft þann starfa einan að hlusta. Eitt skipti þegar hann hafi brugðið sér frá hafi heimildarmaðurinn hlustað í tækin og heyrt samtal á milli Jóns Baldvins og annars manns. Segir Jón Baldvin að heimildarmaðurinn muni á síðari stigum staðfesta þessa frásögn opinberlega. Það var annar maður með tækniþekkingu sem komst að því að sögn Jóns að síminn á ráðherraskrifstofunni var hleraður árið 1993. Sá maður mun ekki stíga fram af ótta við skoðanakúgun í samfélaginu - að sögn Jóns. En menn undrast það að Jón greindi ekki nánasta samstarfsmanni sínum í ríkisstjórninni Davíð Oddssyni frá þessari hlerun. Skýringin var sú segir Jón að hann taldi þá að Bandarískir agentar væru að hlera símann - og umkvörtun um slíkt hefði lítinn hljómgrunn fengið meðal Sjálfstæðismanna. Taldi Jón Baldvin að þeir menn sem fengnir voru til þess árlega á vegum NATO að kanna hvort ráðherrasímar væru hleraðir hefðu komið tækjunum fyrir. Lítið hefði þýtt að bera slíkar sakir á borð samráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Jón Baldvin segir að þetta hlerunarmál - og önnur - verði að upplýsa. Ekki síst nú þegar fyrir liggi vilji dómsmálaráðherra á því að lögfesta tilvist leyniþjónustu á Íslandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira