Vill verndar- og nýtingaráætlun innan fjögurra ára 11. október 2006 12:43 MYND/Vilhelm Auðlindanefnd iðnaðarráðherra leggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. Fram kemur í skýrslunni að nefndin sé sammála um að mikilvægt sé að samþætta sjónarmið verndunar og nýtingar við mat á virkjunarkostum og taka beri tillit til sjónamiða sjálfbærrar þróunar og þeirra verðmæta sem felist í náttúrunni sjálfri. Tillögur nefndarinnar eru í þremur þáttum. Í fyrsta lagi er gerð grein fyrir tillögum varðandi framtíðarstefnu um nýtingu þeirra auðlinda sem um ræðir og og í öðru lagi fjallar nefndin um það það með hvaða hætti taka beri afstöðu til umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi sem þegar hafi komið fram. Í þriðja lagi er fjallað um tillögur um það með hvaða hætti valið verði milli slíkra umsókna í framtíðinni Nefndin leggur til að Alþingi móti langtímastefnu um rannsóknir, verndun og nýtingu auðlinda á borð við jarðefni, jarðhita, gurnnvatn og vatnsafls til raforkuframleiðslu. Slík áætlun yrði samþykkt sem lög eða þingsályktun um sérstaka verndar- og nýtingaráætlun sem gilda skuli til langs tíma, t.d. 25 ára í senn, en sætti reglulegri endurskoðun. Leggur nefndin til að við gerð slíkrar áætlunar verð sérstaklega litið til niðurstaðna rannsókna og mats á þeim hugsanlegu virkjunarkostum sem settar eru fram í skýrslu um niðurstöður 1. áfanga rammááætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðavarma og sömuleiðis rannsókna 2. áfanga rammáætlunarinnar sem liggja á fyrir árið 2009. Í nýtingarhluta áætlunarinnar verði skilgreind þau svæði sem teljist nýtileg til orkuframleiðslu án umtalsverðra umhverfisáhrifa en í verndarhlutanum verð skilgreind þau svæði sem vernda eigi vegna þess að talið sé að orkuvinnsla þar hafi of mikil umhverfisáhrif. Er lagt til að áætlunin verði unnin í samráði við alla helstu hagsmunaaðila. „Til að tillögur þessar geti orðið raunhæfar er jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld leggi aukið fé til nauðsynlegra grunnrannsókna og gerðar yfirstandandi rammaáætlunar þannig að hægt verði að ljúka þeim rannsóknum og mati árið 2009," segir enn fremur í skýrslunni. Ekki náðist samstaða í nefndinni um það hvaða auðlindanýtingu eigi að heimila á tímabilinu þangað til mörkuð hefur verið að lögum framtíðarstefna um auðlindanýtingu, eða fram til ársins 2010. Agnar Olsen, Hjörleifur Kvaran og Kolbrún Halldórsdóttir skrifa undir skýrsluna með fyrirvara um þann þátt. Kolbrún gerir auk þess fleiri athugasemdir í bókun sinni. Þá gerir Jóhann Ársælsson grein fyrir afstöðu sinni í sérstakri bókun þó svo að hann standi að niðurstöðunum skýrslunnar í öllum atriðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Auðlindanefnd iðnaðarráðherra leggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. Fram kemur í skýrslunni að nefndin sé sammála um að mikilvægt sé að samþætta sjónarmið verndunar og nýtingar við mat á virkjunarkostum og taka beri tillit til sjónamiða sjálfbærrar þróunar og þeirra verðmæta sem felist í náttúrunni sjálfri. Tillögur nefndarinnar eru í þremur þáttum. Í fyrsta lagi er gerð grein fyrir tillögum varðandi framtíðarstefnu um nýtingu þeirra auðlinda sem um ræðir og og í öðru lagi fjallar nefndin um það það með hvaða hætti taka beri afstöðu til umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi sem þegar hafi komið fram. Í þriðja lagi er fjallað um tillögur um það með hvaða hætti valið verði milli slíkra umsókna í framtíðinni Nefndin leggur til að Alþingi móti langtímastefnu um rannsóknir, verndun og nýtingu auðlinda á borð við jarðefni, jarðhita, gurnnvatn og vatnsafls til raforkuframleiðslu. Slík áætlun yrði samþykkt sem lög eða þingsályktun um sérstaka verndar- og nýtingaráætlun sem gilda skuli til langs tíma, t.d. 25 ára í senn, en sætti reglulegri endurskoðun. Leggur nefndin til að við gerð slíkrar áætlunar verð sérstaklega litið til niðurstaðna rannsókna og mats á þeim hugsanlegu virkjunarkostum sem settar eru fram í skýrslu um niðurstöður 1. áfanga rammááætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðavarma og sömuleiðis rannsókna 2. áfanga rammáætlunarinnar sem liggja á fyrir árið 2009. Í nýtingarhluta áætlunarinnar verði skilgreind þau svæði sem teljist nýtileg til orkuframleiðslu án umtalsverðra umhverfisáhrifa en í verndarhlutanum verð skilgreind þau svæði sem vernda eigi vegna þess að talið sé að orkuvinnsla þar hafi of mikil umhverfisáhrif. Er lagt til að áætlunin verði unnin í samráði við alla helstu hagsmunaaðila. „Til að tillögur þessar geti orðið raunhæfar er jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld leggi aukið fé til nauðsynlegra grunnrannsókna og gerðar yfirstandandi rammaáætlunar þannig að hægt verði að ljúka þeim rannsóknum og mati árið 2009," segir enn fremur í skýrslunni. Ekki náðist samstaða í nefndinni um það hvaða auðlindanýtingu eigi að heimila á tímabilinu þangað til mörkuð hefur verið að lögum framtíðarstefna um auðlindanýtingu, eða fram til ársins 2010. Agnar Olsen, Hjörleifur Kvaran og Kolbrún Halldórsdóttir skrifa undir skýrsluna með fyrirvara um þann þátt. Kolbrún gerir auk þess fleiri athugasemdir í bókun sinni. Þá gerir Jóhann Ársælsson grein fyrir afstöðu sinni í sérstakri bókun þó svo að hann standi að niðurstöðunum skýrslunnar í öllum atriðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira