Vill verndar- og nýtingaráætlun innan fjögurra ára 11. október 2006 12:43 MYND/Vilhelm Auðlindanefnd iðnaðarráðherra leggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. Fram kemur í skýrslunni að nefndin sé sammála um að mikilvægt sé að samþætta sjónarmið verndunar og nýtingar við mat á virkjunarkostum og taka beri tillit til sjónamiða sjálfbærrar þróunar og þeirra verðmæta sem felist í náttúrunni sjálfri. Tillögur nefndarinnar eru í þremur þáttum. Í fyrsta lagi er gerð grein fyrir tillögum varðandi framtíðarstefnu um nýtingu þeirra auðlinda sem um ræðir og og í öðru lagi fjallar nefndin um það það með hvaða hætti taka beri afstöðu til umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi sem þegar hafi komið fram. Í þriðja lagi er fjallað um tillögur um það með hvaða hætti valið verði milli slíkra umsókna í framtíðinni Nefndin leggur til að Alþingi móti langtímastefnu um rannsóknir, verndun og nýtingu auðlinda á borð við jarðefni, jarðhita, gurnnvatn og vatnsafls til raforkuframleiðslu. Slík áætlun yrði samþykkt sem lög eða þingsályktun um sérstaka verndar- og nýtingaráætlun sem gilda skuli til langs tíma, t.d. 25 ára í senn, en sætti reglulegri endurskoðun. Leggur nefndin til að við gerð slíkrar áætlunar verð sérstaklega litið til niðurstaðna rannsókna og mats á þeim hugsanlegu virkjunarkostum sem settar eru fram í skýrslu um niðurstöður 1. áfanga rammááætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðavarma og sömuleiðis rannsókna 2. áfanga rammáætlunarinnar sem liggja á fyrir árið 2009. Í nýtingarhluta áætlunarinnar verði skilgreind þau svæði sem teljist nýtileg til orkuframleiðslu án umtalsverðra umhverfisáhrifa en í verndarhlutanum verð skilgreind þau svæði sem vernda eigi vegna þess að talið sé að orkuvinnsla þar hafi of mikil umhverfisáhrif. Er lagt til að áætlunin verði unnin í samráði við alla helstu hagsmunaaðila. „Til að tillögur þessar geti orðið raunhæfar er jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld leggi aukið fé til nauðsynlegra grunnrannsókna og gerðar yfirstandandi rammaáætlunar þannig að hægt verði að ljúka þeim rannsóknum og mati árið 2009," segir enn fremur í skýrslunni. Ekki náðist samstaða í nefndinni um það hvaða auðlindanýtingu eigi að heimila á tímabilinu þangað til mörkuð hefur verið að lögum framtíðarstefna um auðlindanýtingu, eða fram til ársins 2010. Agnar Olsen, Hjörleifur Kvaran og Kolbrún Halldórsdóttir skrifa undir skýrsluna með fyrirvara um þann þátt. Kolbrún gerir auk þess fleiri athugasemdir í bókun sinni. Þá gerir Jóhann Ársælsson grein fyrir afstöðu sinni í sérstakri bókun þó svo að hann standi að niðurstöðunum skýrslunnar í öllum atriðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Auðlindanefnd iðnaðarráðherra leggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. Fram kemur í skýrslunni að nefndin sé sammála um að mikilvægt sé að samþætta sjónarmið verndunar og nýtingar við mat á virkjunarkostum og taka beri tillit til sjónamiða sjálfbærrar þróunar og þeirra verðmæta sem felist í náttúrunni sjálfri. Tillögur nefndarinnar eru í þremur þáttum. Í fyrsta lagi er gerð grein fyrir tillögum varðandi framtíðarstefnu um nýtingu þeirra auðlinda sem um ræðir og og í öðru lagi fjallar nefndin um það það með hvaða hætti taka beri afstöðu til umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi sem þegar hafi komið fram. Í þriðja lagi er fjallað um tillögur um það með hvaða hætti valið verði milli slíkra umsókna í framtíðinni Nefndin leggur til að Alþingi móti langtímastefnu um rannsóknir, verndun og nýtingu auðlinda á borð við jarðefni, jarðhita, gurnnvatn og vatnsafls til raforkuframleiðslu. Slík áætlun yrði samþykkt sem lög eða þingsályktun um sérstaka verndar- og nýtingaráætlun sem gilda skuli til langs tíma, t.d. 25 ára í senn, en sætti reglulegri endurskoðun. Leggur nefndin til að við gerð slíkrar áætlunar verð sérstaklega litið til niðurstaðna rannsókna og mats á þeim hugsanlegu virkjunarkostum sem settar eru fram í skýrslu um niðurstöður 1. áfanga rammááætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðavarma og sömuleiðis rannsókna 2. áfanga rammáætlunarinnar sem liggja á fyrir árið 2009. Í nýtingarhluta áætlunarinnar verði skilgreind þau svæði sem teljist nýtileg til orkuframleiðslu án umtalsverðra umhverfisáhrifa en í verndarhlutanum verð skilgreind þau svæði sem vernda eigi vegna þess að talið sé að orkuvinnsla þar hafi of mikil umhverfisáhrif. Er lagt til að áætlunin verði unnin í samráði við alla helstu hagsmunaaðila. „Til að tillögur þessar geti orðið raunhæfar er jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld leggi aukið fé til nauðsynlegra grunnrannsókna og gerðar yfirstandandi rammaáætlunar þannig að hægt verði að ljúka þeim rannsóknum og mati árið 2009," segir enn fremur í skýrslunni. Ekki náðist samstaða í nefndinni um það hvaða auðlindanýtingu eigi að heimila á tímabilinu þangað til mörkuð hefur verið að lögum framtíðarstefna um auðlindanýtingu, eða fram til ársins 2010. Agnar Olsen, Hjörleifur Kvaran og Kolbrún Halldórsdóttir skrifa undir skýrsluna með fyrirvara um þann þátt. Kolbrún gerir auk þess fleiri athugasemdir í bókun sinni. Þá gerir Jóhann Ársælsson grein fyrir afstöðu sinni í sérstakri bókun þó svo að hann standi að niðurstöðunum skýrslunnar í öllum atriðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira