Hefðin ein aðalástæða þess að launamunur helst óbreyttur 21. september 2006 19:27 Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. Í niðurstöðum launakönnunar VR sem birt var í gær kemur meðal annars í ljós að launamunur kynjanna helst óbreyttur hjá félagsmönnum VR, fjórða árið í röð. Karlar eru með tuttugu og tveimur prósentum hærri heildarlaun en konur, en voru með tuttugu og þremur prósentum hærri laun í fyrra. Munurinn á milli ára er ekki marktækur, ekki frekar en þegar miðað er við árin 2003 og 4. Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra, sem samkvæmt lagabókstafnum hefur jafnréttismál á sinni könnu, finnst þessi niðurstaða ekki vera fagnaðarefni, eins og við var að búast. Hann segir mörg átök hafa verið í gangi undanfarin ár sem því miður virðast lítið stoða. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði í samtali við NFS í gær að hann væri hálf ráðalaus hvað taka ætti til bragðs til að leiðrétta þennan mun á launum kynjanna, ekki síst í ljósi þess að mikið átak sem VR réðst í í fyrra vegna launamunarins virðist engu hafa skilað. Aðspurður hvort hann sé jafn ráðalaus og formaður VR ítrekar Magnúsn að margt hafi verið reynt. Auk þess sé til staðar löggjöf sem eigi að taka á þessum málum. Magnús segist ekki kunnna einfaldar skýringar á því að þessi launamunur haldist, þrátt fyrir alla þá umræðu og vakningu sem, í það minnsta virðist, hafa átt sér stað á undanförnum árum í jafnréttismálum. Honum detti helst í hug það að þetta sé rótgróið ástand, það sé hefð fyrir þessu o.s.frv. „Það þarf víðtækt samstarf allra til að brjótast út úr þessu," segir Magnús. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. Í niðurstöðum launakönnunar VR sem birt var í gær kemur meðal annars í ljós að launamunur kynjanna helst óbreyttur hjá félagsmönnum VR, fjórða árið í röð. Karlar eru með tuttugu og tveimur prósentum hærri heildarlaun en konur, en voru með tuttugu og þremur prósentum hærri laun í fyrra. Munurinn á milli ára er ekki marktækur, ekki frekar en þegar miðað er við árin 2003 og 4. Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra, sem samkvæmt lagabókstafnum hefur jafnréttismál á sinni könnu, finnst þessi niðurstaða ekki vera fagnaðarefni, eins og við var að búast. Hann segir mörg átök hafa verið í gangi undanfarin ár sem því miður virðast lítið stoða. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði í samtali við NFS í gær að hann væri hálf ráðalaus hvað taka ætti til bragðs til að leiðrétta þennan mun á launum kynjanna, ekki síst í ljósi þess að mikið átak sem VR réðst í í fyrra vegna launamunarins virðist engu hafa skilað. Aðspurður hvort hann sé jafn ráðalaus og formaður VR ítrekar Magnúsn að margt hafi verið reynt. Auk þess sé til staðar löggjöf sem eigi að taka á þessum málum. Magnús segist ekki kunnna einfaldar skýringar á því að þessi launamunur haldist, þrátt fyrir alla þá umræðu og vakningu sem, í það minnsta virðist, hafa átt sér stað á undanförnum árum í jafnréttismálum. Honum detti helst í hug það að þetta sé rótgróið ástand, það sé hefð fyrir þessu o.s.frv. „Það þarf víðtækt samstarf allra til að brjótast út úr þessu," segir Magnús.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira