Hefðin ein aðalástæða þess að launamunur helst óbreyttur 21. september 2006 19:27 Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. Í niðurstöðum launakönnunar VR sem birt var í gær kemur meðal annars í ljós að launamunur kynjanna helst óbreyttur hjá félagsmönnum VR, fjórða árið í röð. Karlar eru með tuttugu og tveimur prósentum hærri heildarlaun en konur, en voru með tuttugu og þremur prósentum hærri laun í fyrra. Munurinn á milli ára er ekki marktækur, ekki frekar en þegar miðað er við árin 2003 og 4. Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra, sem samkvæmt lagabókstafnum hefur jafnréttismál á sinni könnu, finnst þessi niðurstaða ekki vera fagnaðarefni, eins og við var að búast. Hann segir mörg átök hafa verið í gangi undanfarin ár sem því miður virðast lítið stoða. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði í samtali við NFS í gær að hann væri hálf ráðalaus hvað taka ætti til bragðs til að leiðrétta þennan mun á launum kynjanna, ekki síst í ljósi þess að mikið átak sem VR réðst í í fyrra vegna launamunarins virðist engu hafa skilað. Aðspurður hvort hann sé jafn ráðalaus og formaður VR ítrekar Magnúsn að margt hafi verið reynt. Auk þess sé til staðar löggjöf sem eigi að taka á þessum málum. Magnús segist ekki kunnna einfaldar skýringar á því að þessi launamunur haldist, þrátt fyrir alla þá umræðu og vakningu sem, í það minnsta virðist, hafa átt sér stað á undanförnum árum í jafnréttismálum. Honum detti helst í hug það að þetta sé rótgróið ástand, það sé hefð fyrir þessu o.s.frv. „Það þarf víðtækt samstarf allra til að brjótast út úr þessu," segir Magnús. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. Í niðurstöðum launakönnunar VR sem birt var í gær kemur meðal annars í ljós að launamunur kynjanna helst óbreyttur hjá félagsmönnum VR, fjórða árið í röð. Karlar eru með tuttugu og tveimur prósentum hærri heildarlaun en konur, en voru með tuttugu og þremur prósentum hærri laun í fyrra. Munurinn á milli ára er ekki marktækur, ekki frekar en þegar miðað er við árin 2003 og 4. Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra, sem samkvæmt lagabókstafnum hefur jafnréttismál á sinni könnu, finnst þessi niðurstaða ekki vera fagnaðarefni, eins og við var að búast. Hann segir mörg átök hafa verið í gangi undanfarin ár sem því miður virðast lítið stoða. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði í samtali við NFS í gær að hann væri hálf ráðalaus hvað taka ætti til bragðs til að leiðrétta þennan mun á launum kynjanna, ekki síst í ljósi þess að mikið átak sem VR réðst í í fyrra vegna launamunarins virðist engu hafa skilað. Aðspurður hvort hann sé jafn ráðalaus og formaður VR ítrekar Magnúsn að margt hafi verið reynt. Auk þess sé til staðar löggjöf sem eigi að taka á þessum málum. Magnús segist ekki kunnna einfaldar skýringar á því að þessi launamunur haldist, þrátt fyrir alla þá umræðu og vakningu sem, í það minnsta virðist, hafa átt sér stað á undanförnum árum í jafnréttismálum. Honum detti helst í hug það að þetta sé rótgróið ástand, það sé hefð fyrir þessu o.s.frv. „Það þarf víðtækt samstarf allra til að brjótast út úr þessu," segir Magnús.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira