Innlent

Á þriðja þúsund lifa af fjármagnstekjum

Tæplega tvö þúsund og tvö hundruð framteljendur til skatts í fyrra, unnu enga fasta vinnu, en lifðu af fjármagnstekjum af eignum sínum og greiddu mun lægri skatta en almenningur.

Rúmlega sex þúsund og sex hundruð, eða fjögur prósent allra framteljenda, höfðu svo hærri fjármagnstekjur af eignum sínum en venjulegar launatekjur fyrir vinnu sína. Þetta kemur fram í tölum sem ríkisskattstjóri hefur tekið saman fyrir Morgunblaðið. Skattur af fjármangstekjum er tíu prósent, en en tæp 37 prósent af venjulegum launatekjum. Bilið er aðeins minna því persónuafsláttur nýtist til fulls af launatekjum, en að hluta við fjármagnstekjur. Þá hefur orðið sprenging í stofnun einkahlutafélaga, sem eru orðin 25,600. Þau eru lang flest stofnuð utan um rekstur einyrkja og skapar þeim ýmist hagræði í skattalegu tilliti. Í samantekt blaðsins segir að allt þetta þýsði á fjölmargir einstaklingar nýti sér þjónustu sveitarfélaganna en greiði minna fyrir en aðrir, og jafnvel ekkert útsvar. Áætla megi að sveitarfélögin verði af 800 til eitt þúsund milljónum í tekjur árlega, vegna þessa.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×