Sex hundruð látnir í Líbanon 27. júlí 2006 19:05 Ísraelska ríkisstjórnin túlkar niðurstöðu ráðstefnunnar um stríðið í Líbanon, sem fram fór í Róm í gær, sem samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir áframhaldandi hernaði. Líbönsk yfirvöld telja að sex hundruð manns liggi í valnum eftir árásirnar. Ekkert samkomulag náðist á fundi utanríkisráðherra heims í Róm í gær um að knýja Ísraela og skæruliða Hizbollah til að slíðra sverðin og eftir að fjórir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna dóu í fyrrakvöld í loftárás Ísraela á Suður-Líbanon ákváðu Ástralir að kalla sína gæsluliða heim. Þessi öfugþróun hefur reynst vatn á myllu Ísraela því í dag lýsti dómsmálaráðherra landsins, Haim Ramon, því yfir að ekki væri hægt að túlka hana öðruvísi en að alþjóðasamfélagið væri að gefa Ísraelum grænt ljós á áframhaldandi hernað. Þeir stóðu ekki við orðin tóm því átökin fyrir botni Miðjarðarhafs héldu áfram í dag sem aldrei fyrr. Enn einn daginn rigndi sprengjum yfir borgina Týrus í Líbanon og Hizbollah skutu fleiri eldflaugum á Ísrael en nokkru sinni fyrr. Ein hafnaði á efnaverksmiðu í bænum Kiryat Shmona. Sem fyrr eru hundruð þúsunda Líbana á flótta og örvænting þessa fólks er orðin mikil. "Is this acceptable that Israel kills, slaughter, destroy and displace people and not listening to any one?" Mohammad Khalifeh, heilbrigðisráðherra Líbanons, sagði í dag mannfall óbreyttra borgara væri mun meira en áður væri talið því enn væru svo margir grafnir undir rústum. Hann hélt að ekki færri en sex hundruð hefðu týnt lífi í árásum síðustu tveggja vikna. Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Ísraelska ríkisstjórnin túlkar niðurstöðu ráðstefnunnar um stríðið í Líbanon, sem fram fór í Róm í gær, sem samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir áframhaldandi hernaði. Líbönsk yfirvöld telja að sex hundruð manns liggi í valnum eftir árásirnar. Ekkert samkomulag náðist á fundi utanríkisráðherra heims í Róm í gær um að knýja Ísraela og skæruliða Hizbollah til að slíðra sverðin og eftir að fjórir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna dóu í fyrrakvöld í loftárás Ísraela á Suður-Líbanon ákváðu Ástralir að kalla sína gæsluliða heim. Þessi öfugþróun hefur reynst vatn á myllu Ísraela því í dag lýsti dómsmálaráðherra landsins, Haim Ramon, því yfir að ekki væri hægt að túlka hana öðruvísi en að alþjóðasamfélagið væri að gefa Ísraelum grænt ljós á áframhaldandi hernað. Þeir stóðu ekki við orðin tóm því átökin fyrir botni Miðjarðarhafs héldu áfram í dag sem aldrei fyrr. Enn einn daginn rigndi sprengjum yfir borgina Týrus í Líbanon og Hizbollah skutu fleiri eldflaugum á Ísrael en nokkru sinni fyrr. Ein hafnaði á efnaverksmiðu í bænum Kiryat Shmona. Sem fyrr eru hundruð þúsunda Líbana á flótta og örvænting þessa fólks er orðin mikil. "Is this acceptable that Israel kills, slaughter, destroy and displace people and not listening to any one?" Mohammad Khalifeh, heilbrigðisráðherra Líbanons, sagði í dag mannfall óbreyttra borgara væri mun meira en áður væri talið því enn væru svo margir grafnir undir rústum. Hann hélt að ekki færri en sex hundruð hefðu týnt lífi í árásum síðustu tveggja vikna.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira