Innlent

Meirihluti sjálfstæðismanna féll á Álftanesi

Meirihluti sjálfstæðismanna féll á Álftanesi, þar er Á-listinn kominn í meirihluta í fyrsta skipti. Það stóð glöggt á Álftanesi, aðeins munaði þremur af 1189 atkvæðum að meirihlutinn hefði haldið. 49,9% kusu Sjálfstæðisflokkinn en 50,1% greiddu Á-listanum atkvæði sitt. Þetta þykir tíðindum sæta enda hefur Á-listinn aldrei verið við völd á Álftanesi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×