Innlent

Samantekt á úrslitum

Markverðustu atburður kosninganna á höfuðborgarsvæðinu eru þeir að Björn Ingi Hrafnsson virðist vera nokkuð öruggur með sæti sitt í borgarstjórn. Hann hefur 1155 atkvæða forskot á Oddnýu Sturludóttur.

Einnig má nefna afhroð Framsóknarmanna í Kópavogi sem töpuðu tveimur mönnum og stórsigur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði með sjö fulltrúa.

Í Garðabæ sigra Sjálfstæðismenn með fjóra fulltrúa á móti þremur fulltrúum A-lista Bæjarlistans.

Á Álftanesi hefur Á-listin sigrað kosningarnar með fjóra fulltrúa á móti þremur hjá Sjálfstæðisflokknum. Þessi sigur er með miklum naumindum því það vantar aðeins fjögur atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að vera í meirihluta. Þeir hafa beðið um endurtalningu vegna þess hve lítið vantar uppá.

Í Mosfellsbæ eru um 50% atkvæða talin. Þar vinna Samfylkingin og Vinstri grænir á. Samfylkingin er með tvo menn inni og Vinstri grænir einn. Þessir listar buðu saman fram í síðustu kosningum og fengu þá einn mann. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tapa einum manni hvor. Ef þetta verður raunin þá er meirihlutinn fallinn.

Á Seltjarnanesi sigrar Sjálfstæðisflokkurinn með fimm fulltrúa á móti teimur fulltrúum N-listans.

Í Kjósahreppi hafa orðið pólskipti þvi Á-listinn hefur unnið K-listan með naumindum 56 atkvæði á móti 52 og fá þrjá fulltrúa á mót tveimur. Í síðustu kosningum sigraði K-listinn 52 - 45.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×