Innlent

Læknirinn og frambjóðandinn á gamla vinnustaðnum

Læknirinn og frambjóðandinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, heimsótti í dag sinn gamla vinnustað Landspítalann, til að kynna stefnumál flokksins. Sjálfur segist hann sakna gamla starfsins en er ekki viss um að það fái mikinn tíma með fram borgarstjórastarfinu.

Dagur B. Eggertsson hefur gert víðreist um borgina síðustu daga og vikur líkt og aðrir oddvitar í borgarstjórnarkosningunum. Hann hefur ásamt flokksfélögum sínum kynnt stefnumál Samfylkingarinnar og í dag reyndi að ná eyrum fyrrverandi starfsfélaga sinna á Landspítalanum. Dagur sagði gaman að koma aftur á gamla vinnustaðinn.

Aðspurður hvort hann saknaði læknisstarfsins sagðist Dagur ekki neita því og það væri bæði vegna þess að starfið væri skemmtilegt og vegna þess að þrátt fyrir mjög mikið álag væri starfsfólkið einstakt og legði sig fram.

Aðspurður hvort hann ætlaði aftur í læknisstarfið ef sigur ynnist ekki í kosningunum á laugardag sagði Dagur að gaman væri að taka eina og eina vakt en í kosningum myndi Samfylkingin vinna góðan sigur og hann væri ekki viss um að læknastarfið fengi mikinn tíma með fram borgarstjórastarfinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×