Lífið

Met slegið í símakosningu í gærkvöld

Met var var slegið í símakosningu í Idol stjörnuleit sem fram fór í Smáralind í gærkvöldi. Rúmlega 67 þúsund skeyti bárust samkvæmt gögnum úr kerfi Og Vodafone sem annast framkvæmd kosningarinnar. Um er að ræða tæplega 20% aukningu frá keppninni í síðustu viku.

Mögulegt er að kjósa með SMS, úr heimasíma eða GSM. Þá er ennfremur mögulegt að kjósa í gegnum Vodafone live! sem er afþreyingargátt GSM notenda Og Vodafone. Kosning í gegnum Vodafone live! er nýlunda hér á landi en slíkur möguleiki varð að veruleika þegar þjónustan var tekin í notkun seint á síðasta ári.

Og Vodafone tók við framkvæmd símakosningar í Idol stjörnuleit þegar keppnin hófst í haust. Fyrirtækið tók þá um leið í notkun nýtt kosningakerfi sem tryggir að hægt sé sinna stórviðburðum eins og Idol stjörnuleit án vandkvæða. Kosningin í heild sinni hefur gengið afar vel og engar frávísanir hafa orðið í kerfum Og Vodafone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×