Innlent

Hyggst ekki taka mál Jónasar Garðarssonar til um­ræðu

Jónas Garðarsson er orðlaus.
Jónas Garðarsson er orðlaus.

Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hyggst ekki taka mál Jónasar Garðarssonar, formanns félagsins, til umræðu á fundi stjórnarinnar en Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna sjóslyss.

Jónas er ákærður fyrir brot á hegningarlögum og siglingalögum vegna slyssins sem varð aðfaranótt laugardagsins tíunda september síðastliðinn. Þau Friðrik Ásgeir Hermannsson og Matthildur Harðardóttir létu lífið í slysinu.

Í ákærunni segir að Jónas hafi verið undir áhrifum áfengis við stjórn skemmtibátsins Hörpu og ekki haft gát á siglingaleiðinni sem silgt var talsverðum vindi og slæmu skyggni. Stjónr Sjómannafélags Reykjavíkur hyggst ekki taka mál hans upp á stjórnarfundi og segja að málið komi ekki félaginu við enda hafi hann ekki verið við störf þegar slysið átti sér stað né hafi ákæran áhrif á störf hans fyrir félagið. Engin stjórnarmanna sem fréttastofa náði tali af var tilbúin til að veita viðtal vegna málsins og það sama á við formann Sjómannasambands Íslands sem neita alfarið að tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×