Innlent

Fundur Útvarpsráðs varðandi lag Silvíu Nóttar í dag

Silvía Nótt.
Silvía Nótt. Mynd/Ómar V.
Afdrif lagsins, Til hamingju Ísland, í flutningi Silvíu Nóttar, í undankeppni Eurovision keppninnar, ráðast væntanlega á fundi Útvarpsráðs í dag.

Kristján Hreinsson, sem samdi texta við þrjú önnur lög í keppninni, kærði að umrætt lag skyldi fá að taka þátt í undankeppninni, eftir að það lak út á netið.

Um nýliðna helgi komst lagið svo áfram í úrslit undankepninnar sem fram fer næstkomandi laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×