Innlent

Kom, sá og sigraði

Silvía Nótt kom, sá og sigraði i undankeppni forkeppni Eurovision söngvakeppninnar í gærkvöld
Silvía Nótt kom, sá og sigraði i undankeppni forkeppni Eurovision söngvakeppninnar í gærkvöld MYND/Valgarður Gíslason
Silvía Nótt nótt kom sá og sigraði í undankeppni Eurovision gærkvöldi með laginu Til hamingju Ísland en annar lagahöfundur í keppninni, Kristján Hreinsson lagði í gær fram stjórnsýslukæru til að fá lagið dæmt úr keppni.

Kristján Hreinsson, skáld og einn lagahöfunda í undankeppni Eurovision, lagði í gær fram stjórnsýslukæru vegna flutnings Sylvíu Nætur á laginu Til hamingju Ísland, en lagið komst áfram í undankeppni Eurovision í gærkvöld. Útvarpsráð kom saman til neyðarfundar í vikunni eftir að ljóst var að lagið hefði verið í dreyfingu á netinu en þó var ákveðið að Silvía Nótt fengi að flytja lagið í keppninni.

Silvía Nótt kom að myndveri Sjónvarpsins við Fiskislóð í gærkvöldi í fylgd lífvarða sem stugguðu við fréttamönnum er þeir reyndu að fá viðbrögð hennar vegna kærunnar.

Þegar ljóst var að lagið Til hamingju Ísland, eftir Þvorvald Bjarna Þorvaldsson, kæmist uppúr undakeppninni var tveimur öðrum lögum bætt við í lokakeppnina.

Þó að stjórnsýslukæra hafi verið lögð fram í gær kom það ekki í veg fyrir flutning á laginu í gærkvöld en það gæti hinsvegar breyst fyrir úrslitakvöldið sem haldið verður 18. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×