Innlent

Silvía Nótt ekki með í Evróvisjón?

Silvía Nótt.
Silvía Nótt. Vísir/Heiða
Eins og staðan er núna fær Silvía Nótt ekki að flytja lag Þorvaldar Bjarna "Til hamingju Ísland" í forkeppni Evróvision á laugardag eins og til stóð en lagið lak út á netið í gær.

Ómögulegt hefur verið að ná í keppnishaldara í morgun enda hafa þeir verið á stífum fundi þar sem reynt er að taka ákvörðum um hvort gefa eigi laginu undanþágu frá reglum keppninnar.

Forsvarsmenn Basecamp, sem fer með framkvæmd keppninnar, sögðu í samtali við fréttastofu að reglurnar væru mjög skýrar og samkvæmt þeim ætti að vísa laginu úr keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×