Íslensk erfðagreining kaupir Urði Verðandi Skuld 18. janúar 2006 13:28 Íslensk erfðagreining greindi í dag frá kaupum á líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld af Iceland Genomics Corporation Inc. Markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsökum þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabbamein. Í tilkynningu frá ÍE segir að þúsundir íslenskra krabbameinssjúklinga og ættingja þeirra hafi tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS á krabbameinum og með kaupunum verði til ein öflugasta eining til rannsókna á erfðafræði krabbameina í heiminum í dag. UVS verður rekið sem dótturfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og ábyrgðarlæknar rannsókna UVS og þær stofnanir sem hlut eiga að máli munu starfa áfram að framgangi þeirra. "Það eru óvíða til jafn góðar skrár yfir krabbamein og á Íslandi, en slíkar skrár eru lykill að rannsóknum á erfðafræði krabbameina. Tveir stærstu aðilarnir sem stunda erfðarannsóknir á krabbameinum á Íslandi hafa nú tekið höndum saman og ég vona að það verði til að efla íslenskar krabbameinsrannsóknir enn frekar og auka möguleika okkar á að öðlast innsýn í líffræðilegar orsakir þessa illvíga sjúkdóms," sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining greiðir kaupverðið, um 350 milljónir íslenskra króna, með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. sem eru um eitt prósent af heildarfjölda hluta í deCODE. Brú Venture Capital hf. hafði umsjón með sölunni fyrir hönd seljenda. Hjá Íslenskri erfðagreiningu er nú unnið að erfðarannsóknum á níu krabbameinum. Athyglisverðar niðurstöður hafa m.a. verið kynntar úr umfangsmikilli rannsókn á ættlægni allra krabbameina sem greinst hafa á Íslandi frá árinu1955. Í ljós kom að áhætta á mörgum mismunandi gerðum krabbameina er aukin hjá bæði náskyldum og fjarskyldum ættingjum krabbameinssjúklinga. UVS hefur unnið að Íslenska krabbameinsverkefninu frá árinu 1998 með þátttöku íslenskra lækna og heilbrigðisstofnana. Markmið þeirra rannsókna hefur verið að nota rannsóknir á sviði erfðafræði, líffræði og læknisfræði til að öðlast skilning á líffræðilegum orsökum krabbameina. Persónuvernd og Vísindasiðanefnd hafa veitt leyfi til að samnýta gögn í krabbameinsrannsóknum UVS og ÍE. Tilgangur, markmið og skilmálar rannsóknanna verða óbreytt, svo og réttur þátttakenda og skuldbindingar rannsakenda gagnvart þeim. Þátttakendum í krabbameinsrannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS sem óska nánari upplýsinga er bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna www.rannsokn.is Vefur Íslenskrar erfðagreiningar Vefur UVS Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Íslensk erfðagreining greindi í dag frá kaupum á líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld af Iceland Genomics Corporation Inc. Markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsökum þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabbamein. Í tilkynningu frá ÍE segir að þúsundir íslenskra krabbameinssjúklinga og ættingja þeirra hafi tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS á krabbameinum og með kaupunum verði til ein öflugasta eining til rannsókna á erfðafræði krabbameina í heiminum í dag. UVS verður rekið sem dótturfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og ábyrgðarlæknar rannsókna UVS og þær stofnanir sem hlut eiga að máli munu starfa áfram að framgangi þeirra. "Það eru óvíða til jafn góðar skrár yfir krabbamein og á Íslandi, en slíkar skrár eru lykill að rannsóknum á erfðafræði krabbameina. Tveir stærstu aðilarnir sem stunda erfðarannsóknir á krabbameinum á Íslandi hafa nú tekið höndum saman og ég vona að það verði til að efla íslenskar krabbameinsrannsóknir enn frekar og auka möguleika okkar á að öðlast innsýn í líffræðilegar orsakir þessa illvíga sjúkdóms," sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining greiðir kaupverðið, um 350 milljónir íslenskra króna, með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. sem eru um eitt prósent af heildarfjölda hluta í deCODE. Brú Venture Capital hf. hafði umsjón með sölunni fyrir hönd seljenda. Hjá Íslenskri erfðagreiningu er nú unnið að erfðarannsóknum á níu krabbameinum. Athyglisverðar niðurstöður hafa m.a. verið kynntar úr umfangsmikilli rannsókn á ættlægni allra krabbameina sem greinst hafa á Íslandi frá árinu1955. Í ljós kom að áhætta á mörgum mismunandi gerðum krabbameina er aukin hjá bæði náskyldum og fjarskyldum ættingjum krabbameinssjúklinga. UVS hefur unnið að Íslenska krabbameinsverkefninu frá árinu 1998 með þátttöku íslenskra lækna og heilbrigðisstofnana. Markmið þeirra rannsókna hefur verið að nota rannsóknir á sviði erfðafræði, líffræði og læknisfræði til að öðlast skilning á líffræðilegum orsökum krabbameina. Persónuvernd og Vísindasiðanefnd hafa veitt leyfi til að samnýta gögn í krabbameinsrannsóknum UVS og ÍE. Tilgangur, markmið og skilmálar rannsóknanna verða óbreytt, svo og réttur þátttakenda og skuldbindingar rannsakenda gagnvart þeim. Þátttakendum í krabbameinsrannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS sem óska nánari upplýsinga er bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna www.rannsokn.is Vefur Íslenskrar erfðagreiningar Vefur UVS
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira