Innlent

Veltu bíl nærri Hellu í mikilli hálku

MYND/Róbert

Tvennt var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bifreið valt á Suðurlandsvegi til móts við bæinn Fet skammt frá Hellu í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var mikil hálka á veginum á tímabili og talið að hún hafi átt sinn þátt í slysinu. Hvorugur þeirra sem var í bílnum og var fluttur á sjúkrahús var talinnn alvarlega slasaður að sögn lögreglu en bíllinn mun vera mikið skemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×