Lenka Mátéová og Peter Máté í Reykholtskirkju 7. júlí 2006 15:00 Laugardaginn 8. júlí kl. 17.00 verða haldnir aðrir tónleikar af sjö í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju og FÍO 2006. Á tónleikunum leika Lenka Mátéová á orgelið og Peter Máté á flygilinn. Á efnisskránni eru verk eftir: J.S.Bach, F. Mendelssohn Bartholdy, F.Chopin, L. Janácek M. Reger Lenka Mátéová er fædd í Tékkóslóvakíu. Hún lauk kantorsprófi við Conservatory í Kromeríz og mastersnámi við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hún til margra verðlauna í heimalandi sínu en hefur leikið einleik í Rússlandi og Þýskalandi. Lenka hefur starfað á Íslandi frá 1990 og er nú organisti og kórstjóri við Fella- og Hólakirkju. Hún hefur einnig tekið þátt í kammer- og kórtónleikum hér á landi og komið fram sem einleikari. Peter Máté er fæddur í Roznava í Tékkóslóvakíu, hann lærði hjá Ludmilu Kojanová í Kosice og Valentinu Kameníková við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989. Peter hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Orgel Reykholtskirkju var smíðað fyrir Dómkirkjuna í Reykjavík hjá Th. Frobenius & Co í Kaupmannahöfn árið 1934 og var í henni til 1985 að skipt var um orgel. Þá var það keypt af Reykholtssöfnuði og geymt til uppsetningar í hinni nýju kirkju sem þá var ákveðið að reisa. Sama verksmiðja og smíðaði orgelið upphaflega gerði það upp fyrir Reykholtskirkju og var það sett upp í byrjun liðins árs og vígt á páskum 2002. Orgelið er 26 radda með þremur hljómborðum og fótspili. Orgelið er kallað að hluta til „mekanískt" og að hluta „pneumatískt" (loftknúið). Það þýðir að aflflutningur frá nótunum, sem organleikarinn styður á þegar hann spilar, að lokum þeim sem opna fyrirloftstrauminn í pípurnar, fer sumpart fram með beinni tengingu og sumpart með loftstraumi. Aflflutningur í raddskipan og raddblöndun orgelsins er með loftstraumi frá stillihnöppunum við hljómborðin að röddunum sem eru ýmist djúpar eða háar og með mismunandi blæ eftir stærð og gerð pípanna í hverri rödd. Viðgerð orgelsins tókst vel og hinn sérstaki tónn þess sem kemur mörgum kunnuglega fyrir eyru frá fyrri tíð nýtur sín vel í Reykholtskirkju. Orgelið er óbreytt frá því það var í Dómkirkjunni að raddskipan og gerð. Röðun á innviðum þess var lítillega breytt til aðlögunar að rými Reykholtskirkju. Svellverk þess og blásari var endurnýjað. Skipt var um öll filt og loftbelgir allir endurnýjaðir. Umgjörð þess var endurnýjuð og löguð að stíl kirkjunnar. Tónleikarnir eru haldnir á vegum kirkjunnar í samvinnu við Félag íslenskra organleikara til styrktar Orgel- og söngmálasjóði Bjarna Bjarnasonar en sjóðurinn stóð straum af kostnaði við viðgerð og uppsetningu orgels kirkjunnar. Aðgangseyrir, 1.500 krónur, rennur óskiptur til sjóðsins því listamenn og aðrir aðstandendur tónleikanna gefa vinnu sína til styrktar málefninu. Nánari upplýsingar um tónlistarmenn og efnisskrár tónleikanna eru á heimasíðu Reykholts www.reykholt.is Lífið Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Laugardaginn 8. júlí kl. 17.00 verða haldnir aðrir tónleikar af sjö í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju og FÍO 2006. Á tónleikunum leika Lenka Mátéová á orgelið og Peter Máté á flygilinn. Á efnisskránni eru verk eftir: J.S.Bach, F. Mendelssohn Bartholdy, F.Chopin, L. Janácek M. Reger Lenka Mátéová er fædd í Tékkóslóvakíu. Hún lauk kantorsprófi við Conservatory í Kromeríz og mastersnámi við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hún til margra verðlauna í heimalandi sínu en hefur leikið einleik í Rússlandi og Þýskalandi. Lenka hefur starfað á Íslandi frá 1990 og er nú organisti og kórstjóri við Fella- og Hólakirkju. Hún hefur einnig tekið þátt í kammer- og kórtónleikum hér á landi og komið fram sem einleikari. Peter Máté er fæddur í Roznava í Tékkóslóvakíu, hann lærði hjá Ludmilu Kojanová í Kosice og Valentinu Kameníková við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989. Peter hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Orgel Reykholtskirkju var smíðað fyrir Dómkirkjuna í Reykjavík hjá Th. Frobenius & Co í Kaupmannahöfn árið 1934 og var í henni til 1985 að skipt var um orgel. Þá var það keypt af Reykholtssöfnuði og geymt til uppsetningar í hinni nýju kirkju sem þá var ákveðið að reisa. Sama verksmiðja og smíðaði orgelið upphaflega gerði það upp fyrir Reykholtskirkju og var það sett upp í byrjun liðins árs og vígt á páskum 2002. Orgelið er 26 radda með þremur hljómborðum og fótspili. Orgelið er kallað að hluta til „mekanískt" og að hluta „pneumatískt" (loftknúið). Það þýðir að aflflutningur frá nótunum, sem organleikarinn styður á þegar hann spilar, að lokum þeim sem opna fyrirloftstrauminn í pípurnar, fer sumpart fram með beinni tengingu og sumpart með loftstraumi. Aflflutningur í raddskipan og raddblöndun orgelsins er með loftstraumi frá stillihnöppunum við hljómborðin að röddunum sem eru ýmist djúpar eða háar og með mismunandi blæ eftir stærð og gerð pípanna í hverri rödd. Viðgerð orgelsins tókst vel og hinn sérstaki tónn þess sem kemur mörgum kunnuglega fyrir eyru frá fyrri tíð nýtur sín vel í Reykholtskirkju. Orgelið er óbreytt frá því það var í Dómkirkjunni að raddskipan og gerð. Röðun á innviðum þess var lítillega breytt til aðlögunar að rými Reykholtskirkju. Svellverk þess og blásari var endurnýjað. Skipt var um öll filt og loftbelgir allir endurnýjaðir. Umgjörð þess var endurnýjuð og löguð að stíl kirkjunnar. Tónleikarnir eru haldnir á vegum kirkjunnar í samvinnu við Félag íslenskra organleikara til styrktar Orgel- og söngmálasjóði Bjarna Bjarnasonar en sjóðurinn stóð straum af kostnaði við viðgerð og uppsetningu orgels kirkjunnar. Aðgangseyrir, 1.500 krónur, rennur óskiptur til sjóðsins því listamenn og aðrir aðstandendur tónleikanna gefa vinnu sína til styrktar málefninu. Nánari upplýsingar um tónlistarmenn og efnisskrár tónleikanna eru á heimasíðu Reykholts www.reykholt.is
Lífið Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira