Ham á Nasa 26. júní 2006 18:00 MYND/ Gúndi Þann 29. júní verða hörkutónleikar á Nasa í Reykjavík. Þar stígur á svið ein af merkilegri hljómsveitum íslenskrar tónlistarsögu Ham, ásamt mjög svo sérstökum gestum, drengjunum úr 9/11's. Húsið opnar kl. 21 og stíga 9/11's á svið kl. 22. Miðaverð er aðeins 2.000 kr. og mjög takmarkað magn miða er í boði. Ham þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en sveitin hóf feril sinn árið 1988. Sveitin málaði bæinn rauðan með tónleikahaldi og krafti næstu ár - það eru ugglaust margir sem ósjálfrátt fara að hreyfa höfuðið í taktfastri sveiflu þegar þeir rifja upp tónleika í Norðurkjallara MH eða á Duus húsi. Stuttskífan Hold kom út árið 1988 og er hún fyrir marga hluti merkileg. Þar má finna lög eins og: Hold, Svín, Auður Sif, Transylvanía og Trúboðssleikjari en Hrafn Gunnlaugsson, sem þekktur er fyrir annað en tepruskap, bannaði sýningu myndbandsins í Ríkissjónvarpinu vegna ofbeldis. Buffalo Virgin kom út ári síðar og var stefnt á heimsfrægð. Þrátt fyrir hæfileika, frábært efni og síðast en ekki síst frábæra sviðsframkomu varð ekkert úr heimsfrægð Ham. Aðrar plötur Ham eru Saga Rokksins 1988 til 1993, Dauður Hestur og tónleikaplöturnar: Ham lengi lifi, CBGB's 7. ágúst 1993 og Skert flog. Ham lagðist í dvala eftir magnaða tónleika í Tunglinu þann 4. júní 1994. Hún hefur komið fram í kringum 2 viðburði síðan. Fyrst þegar Rammstein komu til landsins árið 2001 og síðan á Hætta tónleikum í Laugardalshöllinni þann 7. janúar sl. Sveitin kemur til með að leika sínar helstu perlur - jafnvel eitthvað óvænt líka - og má búast við sveittu stuði á Nasa. Lífið Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Þann 29. júní verða hörkutónleikar á Nasa í Reykjavík. Þar stígur á svið ein af merkilegri hljómsveitum íslenskrar tónlistarsögu Ham, ásamt mjög svo sérstökum gestum, drengjunum úr 9/11's. Húsið opnar kl. 21 og stíga 9/11's á svið kl. 22. Miðaverð er aðeins 2.000 kr. og mjög takmarkað magn miða er í boði. Ham þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en sveitin hóf feril sinn árið 1988. Sveitin málaði bæinn rauðan með tónleikahaldi og krafti næstu ár - það eru ugglaust margir sem ósjálfrátt fara að hreyfa höfuðið í taktfastri sveiflu þegar þeir rifja upp tónleika í Norðurkjallara MH eða á Duus húsi. Stuttskífan Hold kom út árið 1988 og er hún fyrir marga hluti merkileg. Þar má finna lög eins og: Hold, Svín, Auður Sif, Transylvanía og Trúboðssleikjari en Hrafn Gunnlaugsson, sem þekktur er fyrir annað en tepruskap, bannaði sýningu myndbandsins í Ríkissjónvarpinu vegna ofbeldis. Buffalo Virgin kom út ári síðar og var stefnt á heimsfrægð. Þrátt fyrir hæfileika, frábært efni og síðast en ekki síst frábæra sviðsframkomu varð ekkert úr heimsfrægð Ham. Aðrar plötur Ham eru Saga Rokksins 1988 til 1993, Dauður Hestur og tónleikaplöturnar: Ham lengi lifi, CBGB's 7. ágúst 1993 og Skert flog. Ham lagðist í dvala eftir magnaða tónleika í Tunglinu þann 4. júní 1994. Hún hefur komið fram í kringum 2 viðburði síðan. Fyrst þegar Rammstein komu til landsins árið 2001 og síðan á Hætta tónleikum í Laugardalshöllinni þann 7. janúar sl. Sveitin kemur til með að leika sínar helstu perlur - jafnvel eitthvað óvænt líka - og má búast við sveittu stuði á Nasa.
Lífið Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira