Látinn vinna launalaust 24. júlí 2006 07:15 Breskur maður var boðaður í starfsviðtal hjá veitingahúsi í Reykjavík eftir að hann svaraði atvinnuauglýsingu. Í framhaldi var hann beðinn um að vinna eina vakt á veitingahúsinu, í sjö tíma, til reynslu, án þess að fá greitt fyrir. Manninum, sem heitir David Anderson, var tjáð á mánudag að hann ætti að mæta komandi miðvikudag til reynslu. „Ég spurði um leið hvort ég fengi greitt fyrir vaktina og sagði þá maðurinn að hann teldi svo vera, en hann þyrfti að spyrja yfirmann sinn,“ segir David. „Svo þegar ég mætti til vinnu á miðvikudaginn spurði ég aftur hvort ég fengi greitt og þá sagði maðurinn að svo væri ekki, svo ég afþakkaði boðið.“ Stéttarfélagið Efling segir svona atvik kolólögleg en alls ekki ný af nálinni. „Við þekkjum nokkur dæmi þess að fólk er beðið um að vinna til reynslu án þess að fá borgað og er meira að segja látið vinna yfirvinnu. Svo er hringt í það daginn eftir og því tjáð að það fái ekki vinnuna,“ segir Ágúst Þorláksson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. Ágúst segir stéttarfélagið aðstoða fólk sem er beitt slíkum órétti. „Ef svona mál kemur inn til okkar er það sett beint í lögfræðiinnheimtu og þarf þá atvinnuveitandinn að borga auka fimmtán þúsund krónur fyrir það eitt að fá bréf frá lögfræðingi. Atvinnurekendur kjósa yfirleitt að borga ef þeir telja að viðkomandi ætli að gera veður út af svona,“ segir Ágúst. Að sögn Guðmundar Hilmarssonar hjá Alþýðusambandi Íslands eru fá viðurlög við slíku hátterni hjá atvinnurekendum. „Það eru engin viðurlög til í sjálfu sér, nema að þeir komast ekki upp með svona,“ segir Guðmundur. Hann segir að ef menn séu beðnir munnlega um að koma í einn dag til vinnu verði atvinnurekendur að virða uppsagnarfrestinn. Enginn geti unnið án þess að vera beðinn og beiðnin jafngildi ráðningarsamningi. „Menn verða að virða uppsagnarfrestinn, sem er mismunandi eftir kjarasamningum. Það skiptir engu hvort um munnlegan eða skriflegan ráðningarsamning er að ræða því þeir hafa sama gildi.“ Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Breskur maður var boðaður í starfsviðtal hjá veitingahúsi í Reykjavík eftir að hann svaraði atvinnuauglýsingu. Í framhaldi var hann beðinn um að vinna eina vakt á veitingahúsinu, í sjö tíma, til reynslu, án þess að fá greitt fyrir. Manninum, sem heitir David Anderson, var tjáð á mánudag að hann ætti að mæta komandi miðvikudag til reynslu. „Ég spurði um leið hvort ég fengi greitt fyrir vaktina og sagði þá maðurinn að hann teldi svo vera, en hann þyrfti að spyrja yfirmann sinn,“ segir David. „Svo þegar ég mætti til vinnu á miðvikudaginn spurði ég aftur hvort ég fengi greitt og þá sagði maðurinn að svo væri ekki, svo ég afþakkaði boðið.“ Stéttarfélagið Efling segir svona atvik kolólögleg en alls ekki ný af nálinni. „Við þekkjum nokkur dæmi þess að fólk er beðið um að vinna til reynslu án þess að fá borgað og er meira að segja látið vinna yfirvinnu. Svo er hringt í það daginn eftir og því tjáð að það fái ekki vinnuna,“ segir Ágúst Þorláksson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. Ágúst segir stéttarfélagið aðstoða fólk sem er beitt slíkum órétti. „Ef svona mál kemur inn til okkar er það sett beint í lögfræðiinnheimtu og þarf þá atvinnuveitandinn að borga auka fimmtán þúsund krónur fyrir það eitt að fá bréf frá lögfræðingi. Atvinnurekendur kjósa yfirleitt að borga ef þeir telja að viðkomandi ætli að gera veður út af svona,“ segir Ágúst. Að sögn Guðmundar Hilmarssonar hjá Alþýðusambandi Íslands eru fá viðurlög við slíku hátterni hjá atvinnurekendum. „Það eru engin viðurlög til í sjálfu sér, nema að þeir komast ekki upp með svona,“ segir Guðmundur. Hann segir að ef menn séu beðnir munnlega um að koma í einn dag til vinnu verði atvinnurekendur að virða uppsagnarfrestinn. Enginn geti unnið án þess að vera beðinn og beiðnin jafngildi ráðningarsamningi. „Menn verða að virða uppsagnarfrestinn, sem er mismunandi eftir kjarasamningum. Það skiptir engu hvort um munnlegan eða skriflegan ráðningarsamning er að ræða því þeir hafa sama gildi.“
Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira