Látinn vinna launalaust 24. júlí 2006 07:15 Breskur maður var boðaður í starfsviðtal hjá veitingahúsi í Reykjavík eftir að hann svaraði atvinnuauglýsingu. Í framhaldi var hann beðinn um að vinna eina vakt á veitingahúsinu, í sjö tíma, til reynslu, án þess að fá greitt fyrir. Manninum, sem heitir David Anderson, var tjáð á mánudag að hann ætti að mæta komandi miðvikudag til reynslu. „Ég spurði um leið hvort ég fengi greitt fyrir vaktina og sagði þá maðurinn að hann teldi svo vera, en hann þyrfti að spyrja yfirmann sinn,“ segir David. „Svo þegar ég mætti til vinnu á miðvikudaginn spurði ég aftur hvort ég fengi greitt og þá sagði maðurinn að svo væri ekki, svo ég afþakkaði boðið.“ Stéttarfélagið Efling segir svona atvik kolólögleg en alls ekki ný af nálinni. „Við þekkjum nokkur dæmi þess að fólk er beðið um að vinna til reynslu án þess að fá borgað og er meira að segja látið vinna yfirvinnu. Svo er hringt í það daginn eftir og því tjáð að það fái ekki vinnuna,“ segir Ágúst Þorláksson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. Ágúst segir stéttarfélagið aðstoða fólk sem er beitt slíkum órétti. „Ef svona mál kemur inn til okkar er það sett beint í lögfræðiinnheimtu og þarf þá atvinnuveitandinn að borga auka fimmtán þúsund krónur fyrir það eitt að fá bréf frá lögfræðingi. Atvinnurekendur kjósa yfirleitt að borga ef þeir telja að viðkomandi ætli að gera veður út af svona,“ segir Ágúst. Að sögn Guðmundar Hilmarssonar hjá Alþýðusambandi Íslands eru fá viðurlög við slíku hátterni hjá atvinnurekendum. „Það eru engin viðurlög til í sjálfu sér, nema að þeir komast ekki upp með svona,“ segir Guðmundur. Hann segir að ef menn séu beðnir munnlega um að koma í einn dag til vinnu verði atvinnurekendur að virða uppsagnarfrestinn. Enginn geti unnið án þess að vera beðinn og beiðnin jafngildi ráðningarsamningi. „Menn verða að virða uppsagnarfrestinn, sem er mismunandi eftir kjarasamningum. Það skiptir engu hvort um munnlegan eða skriflegan ráðningarsamning er að ræða því þeir hafa sama gildi.“ Innlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Breskur maður var boðaður í starfsviðtal hjá veitingahúsi í Reykjavík eftir að hann svaraði atvinnuauglýsingu. Í framhaldi var hann beðinn um að vinna eina vakt á veitingahúsinu, í sjö tíma, til reynslu, án þess að fá greitt fyrir. Manninum, sem heitir David Anderson, var tjáð á mánudag að hann ætti að mæta komandi miðvikudag til reynslu. „Ég spurði um leið hvort ég fengi greitt fyrir vaktina og sagði þá maðurinn að hann teldi svo vera, en hann þyrfti að spyrja yfirmann sinn,“ segir David. „Svo þegar ég mætti til vinnu á miðvikudaginn spurði ég aftur hvort ég fengi greitt og þá sagði maðurinn að svo væri ekki, svo ég afþakkaði boðið.“ Stéttarfélagið Efling segir svona atvik kolólögleg en alls ekki ný af nálinni. „Við þekkjum nokkur dæmi þess að fólk er beðið um að vinna til reynslu án þess að fá borgað og er meira að segja látið vinna yfirvinnu. Svo er hringt í það daginn eftir og því tjáð að það fái ekki vinnuna,“ segir Ágúst Þorláksson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. Ágúst segir stéttarfélagið aðstoða fólk sem er beitt slíkum órétti. „Ef svona mál kemur inn til okkar er það sett beint í lögfræðiinnheimtu og þarf þá atvinnuveitandinn að borga auka fimmtán þúsund krónur fyrir það eitt að fá bréf frá lögfræðingi. Atvinnurekendur kjósa yfirleitt að borga ef þeir telja að viðkomandi ætli að gera veður út af svona,“ segir Ágúst. Að sögn Guðmundar Hilmarssonar hjá Alþýðusambandi Íslands eru fá viðurlög við slíku hátterni hjá atvinnurekendum. „Það eru engin viðurlög til í sjálfu sér, nema að þeir komast ekki upp með svona,“ segir Guðmundur. Hann segir að ef menn séu beðnir munnlega um að koma í einn dag til vinnu verði atvinnurekendur að virða uppsagnarfrestinn. Enginn geti unnið án þess að vera beðinn og beiðnin jafngildi ráðningarsamningi. „Menn verða að virða uppsagnarfrestinn, sem er mismunandi eftir kjarasamningum. Það skiptir engu hvort um munnlegan eða skriflegan ráðningarsamning er að ræða því þeir hafa sama gildi.“
Innlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira